Ég gleymdi veskinu Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar 16. september 2020 14:41 Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Af hverju ætli það sé að verða náttúrulögmál að opinberar fjárfestingar fara fram úr kostnaðaráætlunum? Ítrekað rata fjárfestingar sveitarfélaga í fréttir fyrir stórkostlega framúrkeyrslu, vanáætlanir og kærumál vegna útboða. Tugir og hundruðir milljóna eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og verkefni tefjast um mánuði og ár. Nýverið stóðu bæjarfulltrúar í Kópavogi frammi fyrir því að taka ákvörðun um enn eina umframfjárveitinguna til Sorpu. Í þetta skiptið upp á 80 milljónir. Á sama tíma er framkvæmd viðkvæmra velferðarmála frestað sökum skorts á fjármagni og fjárveitingum. Og þetta er ekki eina dæmið. Fyrir tveimur árum var bent á að 9 af hverjum 10 verkefnum hins opinbera fara fram úr kostnaðaráætlunum. Margar þeirra margfaldast. Ýmis áhugaverð mál, tengd opinberum fjárfestingum, voru á dagskrá síðasta bæjarstjórnarfundar í Kópavogi. Eitt þeirra var erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem benti á ýmsa alvarlega annmarka við umgjörð byggðasamlaganna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér upp. Til að nefna einhverja annmarka má benda á óskýrt umboð stjórnar byggðasamlaganna, veikt ályktunarhæfi, skort á endurskoðun samninga ofl. Ekkert af þessum athugasemdum ráðuneytisins kom á óvart enda hef ég gagnrýnt þessi atriði sem valda því að enginn virðist bera ábyrgð á neinu af því sem úrskeiðis fer. Það bendir hver á annan. Flestir þekkja alvarlega framúrkeyrslu hjá Sorpu hvað varðar Gas- og jarðgerðarstöðina. Til viðbótar má nefna árshlutauppgjör Strætó bs. Á áður nefndum bæjarstjórnarfundi í Kópavogi komu einnig fram útskýringar á varúðarfærslum vegna skaðabótaskyldu Strætó bs. vegna tapaðra dómsmála og skyldu byggðasamlagsins til að greiða skaðabætur vegna misheppnaðra útboða. Ef bara þessari upptalningu lyki hér. Á dagskrá fundarins var kynnt niðurstaða kærunefndar útboðsmála varðandi brú yfir Fossvog. Niðurstaðan er á þá leið að Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Kópavogsbær eru skaðabótaskyld gagnvart kærendum og hefja þarf verkið að nýju. Og ég vildi að ég gæti látið staðar numið hér. Svo er þó ekki. Á dagskrá fundarins var erindi um uppgjör vegna hönnunarútboðs á nýjum Kársnesskóla. Þar liggur fyrir að bæjarstjórn samþykkti tilboð upp á 99 milljónir. Nú liggur krafa upp á 300 milljónir á borðinu fyrir hönnun skólans. Við erum ekki byrjuð að byggja hann. Á áður nefndum fundi var einnig á dagskrá risafjárfesting í Bláfjöllum sem til stendur að fara í á næstu misserum. Stjórnsýslan í því verkefni er svo ruglingsleg að það veit enginn hvar og hvernig ákvarðanir verða teknar um þær milljarðafjárfestingar sem þar eru á döfinni því umsýsla skíðasvæðanna eru ekki einu sinni inni í byggðasamlagi heldur nefnd með óljóst umboð. Fundurinn samþykkti einnig stofnun nýs opinbers hlutafélags um Borgarlínu og aðrar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu, í því felst að gera samstarfssamning upp á rúma 100 milljarða. Því miður er óskýr stjórnsýsla og framúrkeyrslur ekki nýjar fréttir. Svona hefur þetta verið um langt árabil og engin teikn á lofti um að neitt sé að breytast. Það er eflaust ekki vænlegt til árangurs að rassskella einn og einn kjörinn fulltrúa fyrir einstaka mál, skamma meirihlutann fyrir að taka óupplýstar ákvarðanir eða fyrir vond vinnubrögð þó full ástæða sé til. Málið er of alvarlegt til þess. Það þarf að búa til stjórnsýslulegt umhverfi sem tekur á vandanum. Það kostar sáralítið í samanburði við framúrkeyrslurnar, skaðabæturnar og tafirnar. Nú er skýrt ákall uppi um að opinberir aðilar fari í auknar fjárfestingar vegna aðstæðna í samfélaginu. Sjálf hef ég setið hjá í öllum innkaupamálum á þessu kjörtímabili þegar augljóslega er verið að taka óupplýstar ákvarðanir. Ég hef ítrekað bent á að innkaupaferlar eru óskýrir og bæta þarf þekkingu á útboðsmálum hjá Kópavogsbæ eins og staðfest hefur verið í nýrri skýrslu um úttekt á innkaupum hjá sveitarfélaginu. Áhættugreining er kjarninn í undirbúningi opinberra fjárfestinga ásamt því að auka þekkingu á málaflokknum í heild sinni. Við verðum að undirbúa okkur betur til að eiga fund með spaðanum sem býður í kvöldmat, fær sér stærstu steikina og dýrasta vínið en klappar svo á brjóstið á sér þegar kemur að því að borga reikninginn og segist hafa gleymt veskinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun