Segir umræðuna um fjölbreytni í leikhúsum þarfa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 11:50 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hari Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“ Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“
Leikhús Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira