Hvetur Bolla til að flytja heim frá Spáni og endurnýja kynnin við miðborgina Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 12:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Önnur síða opnuauglýsingar Bolla Kristinssonar athafnamanns er til hægri á mynd. Vísir/vilhelm/Skjáskot Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur. Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fulla ástæðu til að til að hvetja Bolla Kristinsson athafnamann til að flytja heim frá Spáni, þar sem hann hafi búið undanfarin ár, og endurnýja kynnin við miðborgina. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Dags, þar sem hann vísar til opnuauglýsingu sem Bolli keypti í Morgunblaðinu í morgun. Auglýsingin er undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Bolli segir þar Dag vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur meirihlutann hafa leyst illa úr hendi. Dagur segir á Facebook í dag að Bolli hafi með auglýsingunni sent honum „hlýjar kveðjur frá Spáni þar sem hann hefur búið mörg síðastliðin ár“. „Mér sýnist vera full ástæða til að hvetja Bolla til að flytja heim og endurnýja kynnin af borginni. Eftir áratuga basl hefur miðborgin snúið vörn í sókn síðustu árin. Raunar var eina verslunarhúsnæðið sem stóð autt í lengri tíma á uppgangtímunum undanfarinna ára stórhýsi Bolla sjálfs við ofanverðan Laugaveg. Það var autt í sex ár þar til hann leigði það ágætri ferðamannaverslun,“ skrifar Dagur. „Á sama tíma blómstraði ekki aðeins Laugavegurinn heldur gekk Hverfisgatan í endurnýjun lífdaga, eins og allt svæði í kringum Hlemm og Hlemmur sjálfur, Hafnartorg varð til, blómstandi Kvosin breytti um svip og fjöldi frábærra veitingastaða margfaldaðist. Verslun og viðskipti breiddust alla leið út á Granda með tilheyrandi mannlífi.“ Þá segir borgarstjóri að mikilvægt sé að missa ekki móðinn þótt tímabundnir erfiðleikar fylgi kórónuveirunni. Ekki séu það síst verslunarmiðstöðvar sem eigi undir högg að sækja en „fallegar og fjölbreyttar“ miðborgir með „góðri blöndu af verslun, menningu og veitingastöðum“ dragi að sér fólk og fyrirtæki. „Ekkert svæði á höfuðborgarsvæðinu er nefnilega eftirsóttara en miðborg Reykjavíkur. Framtíð miðborgarinnar er björt! Og Bolla bið ég vel að lifa. Þó það sé auðvelt að tengja tilfinningarlega við þá hugsun að allt hafi verið best í gamla daga þá er það ekki endilega rétt. Sérstaklega ekki í Reykjavík,“ segir Dagur.
Reykjavík Tengdar fréttir Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. 17. september 2020 08:35