Fer frá Landsvirkjun til Eyris Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2020 14:43 Stefanía G. Halldórsdóttir hefur starfað sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar. Eyrir Venture Management Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II. Í tilkynningu segir að Eyrir Venture Management ehf. reki fyrir vísisjóðinn Eyrir Sprotar ásamt því að annast allar sprotafjárfestingar Eyrir Invest. Að undanförnu hafi verið unnið að því að setja á fót nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II, sem muni sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja og verði Stefanía framkvæmdastjóri þess sjóðs. „Stefanía Guðrún kemur til Eyrir Venture Management frá Landsvirkjun þar sem hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Áður starfaði Stefanía hjá CCP Games í átta ár, síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfirþróunarstjóri CCP í Shanghai í Kína og þróunarstjóri á Íslandi. Áður hafði Stefanía unnið sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Orkustofnun og sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsalausnum. Stefanía hefur einnig reynslu af nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum stjórnarsetu og var stjórnarformaður fyrir Íslenskan leikjaiðnað og fyrir Icelandic Startups. Hún hefur starfað í stjórn hjá Flow VR, Tempo og er í dag stjórnarformaður Almannaróms, félags um máltækni á Íslandi og situr í stjórn Kards. Stefanía er með M.Sc. umhverfisfræði frá tölvunarfræðiskor og B.Sc. í landfræði frá Háskóla Íslands. Stefanía er gift Snorra Árnasyni, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni. Ingvar, Sigurlína og Magnús sömuleiðis Einnig segir að Ingvar Pétursson og Sigurlína Ingvarsdóttir hafi einnig gengið til liðs við Eyrir Venture Management með því að taka sæti í fjárfestingarráði og stjórn hins nýja vísisjóðs sem verið er að setja á fót. „Ingvar Pétursson býr að áratuga reynslu sem stjórnandi í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Hann lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri fjármála (CFO) hjá Nintendo og hafði áður gengt stöðu tæknistjóra hjá félaginu (CTO). Meðal fyrri starfa Ingvars má nefna CIO Expedia, CTO Corbis og CIO AT&T Wireless. Ingvar hefur verið heiðraður af Puget Sound Business Journal og Seattle Business Magazine fyrir “lifetime achievement in Information Technology leadership“. Sigurlína Ingvarsdóttir er margreyndur stjórnandi úr tölvuleikjaiðnaði á alþjóðavísu. Hún starfar í dag sem framleiðandi hjá Bonfire Studios í Bandaríkjunum en meðal fyrri verkefna má nefna yfirframleiðandi hjá FIFA í þróunarteymi Electronic Arts, CCP, Ubisoft og DICE þar sem hún stýrði framleiðslu tölvuleiksins Star Wars Battlefront. Ennfremur hefur Magnús Halldórsson, sem búsettur er í Seattle í Bandaríkjunum, unnið með Eyrir Venture Management að því að opna og styrkja samtöl við erlenda fjárfesta með margs konar samstarf í huga. Magnús hefur umtalsverða reynslu af því að vinna með íslenskum sprotafyrirtækjum og aðstoða þau við erlenda tengslamyndun. Eyrir Venture Management horfir sérstaklega til þess að nýta krafta og tengingar Magnúsar og Ingvars til að auka og styrkja sambandið við erlenda samstarfaðila og meðfjárfesta.“ Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira
Stefanía Guðrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin til Eyrir Venture Management til þess að leiða nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II. Í tilkynningu segir að Eyrir Venture Management ehf. reki fyrir vísisjóðinn Eyrir Sprotar ásamt því að annast allar sprotafjárfestingar Eyrir Invest. Að undanförnu hafi verið unnið að því að setja á fót nýjan vísisjóð, Eyrir Sprotar II, sem muni sérhæfa sig í að styðja við uppbyggingarferli íslenskra sprotafyrirtækja og verði Stefanía framkvæmdastjóri þess sjóðs. „Stefanía Guðrún kemur til Eyrir Venture Management frá Landsvirkjun þar sem hún hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs. Áður starfaði Stefanía hjá CCP Games í átta ár, síðast sem framkvæmdastjóri CCP á Íslandi og þar áður sem yfirþróunarstjóri CCP í Shanghai í Kína og þróunarstjóri á Íslandi. Áður hafði Stefanía unnið sem yfirverkefnisstjóri í upplýsingatækni hjá Orkustofnun og sem ráðgjafi í viðskiptagreind og vöruhúsalausnum. Stefanía hefur einnig reynslu af nýsköpunarfyrirtækjum í gegnum stjórnarsetu og var stjórnarformaður fyrir Íslenskan leikjaiðnað og fyrir Icelandic Startups. Hún hefur starfað í stjórn hjá Flow VR, Tempo og er í dag stjórnarformaður Almannaróms, félags um máltækni á Íslandi og situr í stjórn Kards. Stefanía er með M.Sc. umhverfisfræði frá tölvunarfræðiskor og B.Sc. í landfræði frá Háskóla Íslands. Stefanía er gift Snorra Árnasyni, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni. Ingvar, Sigurlína og Magnús sömuleiðis Einnig segir að Ingvar Pétursson og Sigurlína Ingvarsdóttir hafi einnig gengið til liðs við Eyrir Venture Management með því að taka sæti í fjárfestingarráði og stjórn hins nýja vísisjóðs sem verið er að setja á fót. „Ingvar Pétursson býr að áratuga reynslu sem stjórnandi í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum. Hann lét nýlega af störfum sem framkvæmdastjóri fjármála (CFO) hjá Nintendo og hafði áður gengt stöðu tæknistjóra hjá félaginu (CTO). Meðal fyrri starfa Ingvars má nefna CIO Expedia, CTO Corbis og CIO AT&T Wireless. Ingvar hefur verið heiðraður af Puget Sound Business Journal og Seattle Business Magazine fyrir “lifetime achievement in Information Technology leadership“. Sigurlína Ingvarsdóttir er margreyndur stjórnandi úr tölvuleikjaiðnaði á alþjóðavísu. Hún starfar í dag sem framleiðandi hjá Bonfire Studios í Bandaríkjunum en meðal fyrri verkefna má nefna yfirframleiðandi hjá FIFA í þróunarteymi Electronic Arts, CCP, Ubisoft og DICE þar sem hún stýrði framleiðslu tölvuleiksins Star Wars Battlefront. Ennfremur hefur Magnús Halldórsson, sem búsettur er í Seattle í Bandaríkjunum, unnið með Eyrir Venture Management að því að opna og styrkja samtöl við erlenda fjárfesta með margs konar samstarf í huga. Magnús hefur umtalsverða reynslu af því að vinna með íslenskum sprotafyrirtækjum og aðstoða þau við erlenda tengslamyndun. Eyrir Venture Management horfir sérstaklega til þess að nýta krafta og tengingar Magnúsar og Ingvars til að auka og styrkja sambandið við erlenda samstarfaðila og meðfjárfesta.“
Vistaskipti Landsvirkjun Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Sjá meira