VG hefur engin góð áhrif haft á málefni flóttafólks Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2020 08:00 Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun