Solskjær sagði að Greenwood hefði aldrei átt að fara til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2020 10:00 Mason Greenwood á ferðinni gegn Íslandi. VÍSIR/GETTY Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. Greenwood og Phil Foden, leikmaður Manchester City, fengu íslenskar stelpur í heimsókn á hótel enska landsliðsins eftir 1-0 sigurinn á Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir tveimur vikum. Solskjær sagði að Greenwood, sem er aðeins 18 ára, hefði þurft á hvíld að halda í stað þess að ferðast með enska landsliðinu í leikinn. Ný leiktíð hefst hjá United á morgun þegar liðið mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en síðustu leiktíð United lauk 16. ágúst. „Auðvitað er ég búinn að tala við Mason,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það sem við ræðum er bara á milli okkar tveggja. Strákurinn átti stórkostlega leiktíð, er nýkominn fram á sjónarsviðið, og bæði ég og allt starfsfólk félagsins höfum lagt hart að okkur til að hugsa um hann; hvenær við gefum Mason tíma á vellinum, hvenær hann tali við fjölmiðla… Þegar tímabilinu lauk svo og við höfðum innan við tvær vikur í frí var hann kallaður í landsliðið,“ sagði Solskjær, og virtist óánægður með Gareth Southgate landsliðsþjálfara. „Ég verð að segja eins og er að ég reyndi að gefa honum [Greenwood] hvíld yfir sumarið. Við hjá félaginu bentum sérstaklega á að hann þyrfti á hvíld að halda. Hann þarf hana bæði fyrir líkamann og andlegu hliðina eftir þessa leiktíð sem hann átti, en það fyrsta sem gerist er að hann er kallaður í landsliðið og það næsta er að hann lendir í fjölmiðlunum,“ sagði Solskjær. „Við höfum gert það sem við getum til að vernda hann og ég mun halda áfram að hjálpa honum. Ég veit að nú þegar hann kemur aftur í daglegu rútínuna hjá félaginu þá verður hann í góðu lagi,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30 Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29 Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, tjáði sig um Mason Greenwood í dag í fyrsta sinn eftir að Greenwood var sendur heim frá Íslandi fyrir að brjóta reglur um sóttkví. Greenwood og Phil Foden, leikmaður Manchester City, fengu íslenskar stelpur í heimsókn á hótel enska landsliðsins eftir 1-0 sigurinn á Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir tveimur vikum. Solskjær sagði að Greenwood, sem er aðeins 18 ára, hefði þurft á hvíld að halda í stað þess að ferðast með enska landsliðinu í leikinn. Ný leiktíð hefst hjá United á morgun þegar liðið mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en síðustu leiktíð United lauk 16. ágúst. „Auðvitað er ég búinn að tala við Mason,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi í dag. „Það sem við ræðum er bara á milli okkar tveggja. Strákurinn átti stórkostlega leiktíð, er nýkominn fram á sjónarsviðið, og bæði ég og allt starfsfólk félagsins höfum lagt hart að okkur til að hugsa um hann; hvenær við gefum Mason tíma á vellinum, hvenær hann tali við fjölmiðla… Þegar tímabilinu lauk svo og við höfðum innan við tvær vikur í frí var hann kallaður í landsliðið,“ sagði Solskjær, og virtist óánægður með Gareth Southgate landsliðsþjálfara. „Ég verð að segja eins og er að ég reyndi að gefa honum [Greenwood] hvíld yfir sumarið. Við hjá félaginu bentum sérstaklega á að hann þyrfti á hvíld að halda. Hann þarf hana bæði fyrir líkamann og andlegu hliðina eftir þessa leiktíð sem hann átti, en það fyrsta sem gerist er að hann er kallaður í landsliðið og það næsta er að hann lendir í fjölmiðlunum,“ sagði Solskjær. „Við höfum gert það sem við getum til að vernda hann og ég mun halda áfram að hjálpa honum. Ég veit að nú þegar hann kemur aftur í daglegu rútínuna hjá félaginu þá verður hann í góðu lagi,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30 Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29 Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Manchester-strákarnir sem gerðu allt vitlaust á Íslandi eru meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu 2020. 16. september 2020 11:30
Segja að Foden og Greenwood hafi einnig tekið fullt af myndum Lára Clausen og Nadía Sif Líndal eru umtöluðustu manneskjur Íslands, eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden upp á hótelherbergi á Hótel Sögu. 14. september 2020 12:29
Vesen á Greenwood sem heldur áfram að koma sér á forsíðurnar Mason Greenwood, framherji Manchester United og enska landsliðsins, hefur aftur komið sér á forsíður ensku dagblaðanna. 13. september 2020 10:30
Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59
Greenwood búinn að eyða Twitter aðgangi sínum eftir fjaðrafokið Mason Greenwood, framherji enska landsliðsins og Manchester United, hefur eytt Twitter aðgangi sínum eftir allt fjaðrafokið síðasta sólarhringinn. 8. september 2020 10:00
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59