Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta að ljúka doktorsprófi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2020 15:00 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir í vináttulandsleik Íslands og Bandaríkjanna 2005. getty/Victor Decolongon Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands næsta föstudag. Ritgerð Ólínu nefnist „Vitrænt mat og endurhæfing ungs fólks eftir geðrof“. Markmið doktorsverkefnisins voru að leggja mat á vitræna getu, líðan og færni í daglegu lífi hjá öllum þeim sem sóttu þjónustu á Laugarási, deild innan Landspítala sem sérhæfir sig í meðferð og endurhæfingu ungs fólks eftir geðrof, á árunum 2015 - 2017, og kanna forspárgildi vitrænna þátta fyrir sjálfsmati og mati aðstandenda á færni í daglegu lífi, (2) að kanna skammtíma- og langtímaáhrif vitrænnar endurhæfingar með félagsskilningsþjálfun (VEF) á vitræna þætti, líðan og færni í daglegu lífi, (3) meta innleiðingu meðferðarinnar með tilliti til hentugleika, áreiðanleika og viðhalds. Ólína spilaði 70 landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 2003-14. Hún lék með íslenska landsliðinu á EM 2009 og 2013. Hún hóf ferilinn með Grindavík en gekk í raðir Breiðabliks 2002. Ólína lék með Blikum í fjögur ár og KR í tvö ár. Ólína lék með Örebro í Svíþjóð á árunum 2009-12 og Chelsea á Englandi 2013. Hún kom svo aftur heim 2013 og gekk í raðir Vals. Ólína lék með Fylki 2015 og sína síðustu leiki á ferlinum með KR 2017. Hún lék alls 148 leiki í efstu deild á Íslandi og skoraði 38 mörk. Doktorsvörn Ólína fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 14:00 næsta föstudag. Andmælendur eru Dr. Lisa M. Wu, dósent við Aarhus Institute of Advanced Studies í Danmörku, og Dr. Ragnar Pétur Ólafsson, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var Dr. Berglind Guðmundsdóttir, prófessor við Læknadeild, og leiðbeinandi Brynja M. Magnúsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinandi var Engilbert Sigurðsson, prófessor og forseti Læknadeildar Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd Dr. David L. Roberts, dósent við University of Texas Health Science Center, og Dr. Elizabeth W. Twamley, prófessor við University of California, La Jolla. Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands næsta föstudag. Ritgerð Ólínu nefnist „Vitrænt mat og endurhæfing ungs fólks eftir geðrof“. Markmið doktorsverkefnisins voru að leggja mat á vitræna getu, líðan og færni í daglegu lífi hjá öllum þeim sem sóttu þjónustu á Laugarási, deild innan Landspítala sem sérhæfir sig í meðferð og endurhæfingu ungs fólks eftir geðrof, á árunum 2015 - 2017, og kanna forspárgildi vitrænna þátta fyrir sjálfsmati og mati aðstandenda á færni í daglegu lífi, (2) að kanna skammtíma- og langtímaáhrif vitrænnar endurhæfingar með félagsskilningsþjálfun (VEF) á vitræna þætti, líðan og færni í daglegu lífi, (3) meta innleiðingu meðferðarinnar með tilliti til hentugleika, áreiðanleika og viðhalds. Ólína spilaði 70 landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 2003-14. Hún lék með íslenska landsliðinu á EM 2009 og 2013. Hún hóf ferilinn með Grindavík en gekk í raðir Breiðabliks 2002. Ólína lék með Blikum í fjögur ár og KR í tvö ár. Ólína lék með Örebro í Svíþjóð á árunum 2009-12 og Chelsea á Englandi 2013. Hún kom svo aftur heim 2013 og gekk í raðir Vals. Ólína lék með Fylki 2015 og sína síðustu leiki á ferlinum með KR 2017. Hún lék alls 148 leiki í efstu deild á Íslandi og skoraði 38 mörk. Doktorsvörn Ólína fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 14:00 næsta föstudag. Andmælendur eru Dr. Lisa M. Wu, dósent við Aarhus Institute of Advanced Studies í Danmörku, og Dr. Ragnar Pétur Ólafsson, dósent við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Umsjónarkennari var Dr. Berglind Guðmundsdóttir, prófessor við Læknadeild, og leiðbeinandi Brynja M. Magnúsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík. Meðleiðbeinandi var Engilbert Sigurðsson, prófessor og forseti Læknadeildar Háskóla Íslands. Auk hans sátu í doktorsnefnd Dr. David L. Roberts, dósent við University of Texas Health Science Center, og Dr. Elizabeth W. Twamley, prófessor við University of California, La Jolla.
Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Heilbrigðismál Tímamót Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira