Þegar haustlaufin þyrlast upp inni og úti Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. september 2020 11:30 Það er auðvelt að leyfa haustlaufunum að þyrla upp kvíðastormi í huganum, sérsaklega þegar erfiðar fréttir af heimsfaraldri berast okkur nær daglega. Hugsanirnar æða um hugann á ógnarhraða, sífellt áhyggjur bætast í safnið stundum virðist eins og hugurinn ferðist svo hratt að maður vart nær andanum. Þetta er ekki eðlilegt ástand og býður heilanum ekki upp á að afkasta miklu öðru á sama tíma en bara því að hringsnúast með kvíðanum. Til þess að róa kvíðastorminn og bjóða laufunum og hugsunum að falla í mjúkan faðm haustsins er dásamlegt að hugleiða. Það getur hins vegar verið erfitt að byrja og margir þurfa aðstoð í byrjun. Sumir segja nefnilega að þeir verði aldrei eins kvíðnir eins og þegar þeir loka augunum og ætla að fara að róa hugann. Það er skiljanlegt og þess vegna eru óteljandi tæknilegar lausnir sem bjóða upp á aðsotð við þessi fyrstu skref. Með því að hugleiða í sýndarveruleika er huganum hjálpa með því að nota bæði sjón og heyrn til þess að finna huganum ró. Í sýndarveruleikahugbúnaði Flow er þér boðið í þitt eigið hugleiðslustúdíó í íslenskri náttúru og þú færð leidda hugleðislu, yndislega tónlist og hljóðin úr náttúrunni til þess að tengja þig við þann stað sem sumir vilja kalla núið. Þegar maður stendur hins vegar andstuttur með haustlaufin upp að öxlum innra sem ytra er erfitt að hugsa sér þennan stað, sérsaklega þegar ofur senaður jógi segir þér að vera bara aðeins meira í núinu. Stundum er það svona álíka fjarlægur runveruleiki eins og að ætla það að orðasambandið “róaðu þig aðeins” sé líklegt til þess að skila tilskildum árangri í brjáluðu rifrildi. Stundum þarf því að gera allskonar annað áður en maður getur byrjað hugleiða, eins og skrifa niður “to do” lista eða færa ábyrgð á einhvern sem maður treystir en það er bara mikilvægt að maður gleymi því ekki að byrja þegar það er komið. Það er nefnilega auðvelt að gleyma því þegar loksins er búin að ganga frá öllum verkefnum á sinn stað því þá eru maður svo örmagna að þú fresti því að byrja á hugleiðsunni. Það er samt einmitt það sem ekki má gera því þá er maður alveg jafn líklegur til þess að drukkna í laufunum sem fylgja næstu kvíðalægð eins og áður. Fyrsta skrefið er að byrja að hugleiða í stutta stund daglega, það þarf ekki að taka lengri tíma en fjórar mínútur. Það mun fyrr en varir veita þér þá færni að fylgjast með haustlaufunum þjóta hjá án þess að hafa nokkur áhrif á huga þinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að leyfa haustlaufunum að þyrla upp kvíðastormi í huganum, sérsaklega þegar erfiðar fréttir af heimsfaraldri berast okkur nær daglega. Hugsanirnar æða um hugann á ógnarhraða, sífellt áhyggjur bætast í safnið stundum virðist eins og hugurinn ferðist svo hratt að maður vart nær andanum. Þetta er ekki eðlilegt ástand og býður heilanum ekki upp á að afkasta miklu öðru á sama tíma en bara því að hringsnúast með kvíðanum. Til þess að róa kvíðastorminn og bjóða laufunum og hugsunum að falla í mjúkan faðm haustsins er dásamlegt að hugleiða. Það getur hins vegar verið erfitt að byrja og margir þurfa aðstoð í byrjun. Sumir segja nefnilega að þeir verði aldrei eins kvíðnir eins og þegar þeir loka augunum og ætla að fara að róa hugann. Það er skiljanlegt og þess vegna eru óteljandi tæknilegar lausnir sem bjóða upp á aðsotð við þessi fyrstu skref. Með því að hugleiða í sýndarveruleika er huganum hjálpa með því að nota bæði sjón og heyrn til þess að finna huganum ró. Í sýndarveruleikahugbúnaði Flow er þér boðið í þitt eigið hugleiðslustúdíó í íslenskri náttúru og þú færð leidda hugleðislu, yndislega tónlist og hljóðin úr náttúrunni til þess að tengja þig við þann stað sem sumir vilja kalla núið. Þegar maður stendur hins vegar andstuttur með haustlaufin upp að öxlum innra sem ytra er erfitt að hugsa sér þennan stað, sérsaklega þegar ofur senaður jógi segir þér að vera bara aðeins meira í núinu. Stundum er það svona álíka fjarlægur runveruleiki eins og að ætla það að orðasambandið “róaðu þig aðeins” sé líklegt til þess að skila tilskildum árangri í brjáluðu rifrildi. Stundum þarf því að gera allskonar annað áður en maður getur byrjað hugleiða, eins og skrifa niður “to do” lista eða færa ábyrgð á einhvern sem maður treystir en það er bara mikilvægt að maður gleymi því ekki að byrja þegar það er komið. Það er nefnilega auðvelt að gleyma því þegar loksins er búin að ganga frá öllum verkefnum á sinn stað því þá eru maður svo örmagna að þú fresti því að byrja á hugleiðsunni. Það er samt einmitt það sem ekki má gera því þá er maður alveg jafn líklegur til þess að drukkna í laufunum sem fylgja næstu kvíðalægð eins og áður. Fyrsta skrefið er að byrja að hugleiða í stutta stund daglega, það þarf ekki að taka lengri tíma en fjórar mínútur. Það mun fyrr en varir veita þér þá færni að fylgjast með haustlaufunum þjóta hjá án þess að hafa nokkur áhrif á huga þinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar