Innlent

Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg

Kjartan Kjartansson skrifar
Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því að hann var handtekinn í júní.
Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því að hann var handtekinn í júní. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. Mbl.is greindi fyrst frá. 

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknara segir í samtali við Vísi að ákæra hafi verið gefin út á hendur manninum. Hann hafði verið um tólf vikur í gæsluvarðhaldi en þá rennur út sá tími sem halda má manni í varðhaldi án ákæru.

Karlmaðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn hefur setið í varðhaldi frá því að hann var handtekinn eftir brunann í júní.

Öll þau sem fórust í eldsvoðanum í húsinu að Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík 25. júní voru pólskir ríkisborgarar. Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem dóu hafa skoðað að höfða bæði mál gegn manninum í gæsluvarðhaldi og eiganda hússins.


Tengdar fréttir

Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í

Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×