Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 43-24 | Valur kjöldró ÍR að Hlíðarenda Andri Már Eggertsson skrifar 18. september 2020 19:55 Valur átti ekki í neinum vandræðum með ÍR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. Valur byrjaði leikinn af miklum krafti. Valur nýtti sér það að ÍR var annað hvort að skjóta framhjá eða yfir markið eða Einar Baldvin var að verja þau skot sem komu á markið, Valur gekk á lagið og komst í stöðuna 9-2 þegar tæplega korter var liðið af leiknum, Agnar Smári var allt í öllu í þeim kafla og átti hann afar glæsilegt mark þar sem hann þrumaði boltanum upp í vínkilinn. Valur hélt áfram sínum góða sóknarleik og var útlitið orðið svart fyrir ÍR þegar staðan var orðinn 18-10 fyrir heimamenn. ÍR var ekki alveg tilbúið að leggja allar árar í bát og svöruðu með góðum kafla sem minnkaði leikinn í 20 - 14 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfeikur líkt og sá fyrri einkenndist af skelfilegum leik ÍR þar sem þeir köstuðu boltanum sífellt frá sér sem Valur nýtti sér með urmul af hraðahlaupum og kom sér í ellefu marka forskot þegar tæplega korter var búið af seinni hálfleik. Þetta var farið að minna á skemmtilega æfingu fyrir Valsarana þar sem þeir léku sér af ÍR liðinu og sýndu oft á tíðum glæsileg tilþrif með skraut sendingum og sprelli mörkum. Valur komst mest í nítján marka forrystu undir lok leiks sem þeir héldu út og endaði leikurinn með 43-24 sigri Vals. Af hverju vann Valur? Valur tóku þessum leik alvarlega og mættu strax með miklum krafti sem kom þeim í góða forrystu snemma leiks. Valur spilaði góða vörn sem setti ÍR undir mikla pressu og þvingaði þá í endalaust af töpuðum boltum sem Valur nýtti sér með mörgum mörkum úr hraðahlaupum. Hverjir stóðu upp úr? Agnar Smári Jónsson var frábær í liði Vals ÍR réði ekkert við hann í hægri skyttunni og fékk hann litla mótspyrnu þegar hann ógnaði á markið sem skilaði 8 mörkum. Það voru margir sem fengu að láta ljós sitt skína í Valsliðinu í dag og var Anton Rúnarsson þar á meðal hann stýrði leik Vals frábærlega og gerði sjálfur 8 mörk. Þorgeir Bjarki Davíðsson kom til Vals fyrir tímabilið og var þetta klárlega leikur fyrir hann að sýna sitt rétta andlit sem hann gerði og skoraði hann 5 mörk úr hægra horninu. Hvað gekk illa? ÍR liðið voru alveg meðvitaðir um gæði Valsmanna og sýndu þeir Val alltof mikla virðingu og vantaði allan kraft í liðið varnarlega til að láta finna fyrir sér. Þeir lentu 9-2 undir strax í upphafi leiks og mættu þeir í raun aldrei til leiks, tapaðir boltar voru þeirra einkennis merki sem gerði Val auðvelt fyrir í fjöldan öllum af mörkum úr hraðahlaupum. Þó lið séu á mismunandi stað í deildinni er aldrei boðlegt að fá á sig 43 mörk. Hvað er framundan? Þriðja umferðin hefst á fimtudaginn með leik ÍR og Þór Akureyri klukkan 19:30 og er ljóst að það er lykilleikur fyrir bæði lið. Valur fer síðan á laugardaginn næsta til Eyja og mæta þar ÍBV klukkan 17:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Snorri Steinn: Gerðum þetta fagmannlega „Ég er mjög ánægður við gerðum þetta fagmannlega og var mikill kraftur í okkur allan leikinn sem ég er ánægður með,” sagði Snorri. Snorri var ánægður með að þó það sé mikill getu munur á liðunum á pappírum þá er það eitt en það er annað að sýna það á vellinum. „Það þarf góða einbeitingu í að spila svona leik sem strákarnir gerðu vel í, inn á milli spiluðum við góðan varnarleik sem skilaði sér í fjöldan allan af hraðahlaupum og síðan var sóknarleikurinn ágætur.” Þegar Snorri var spurður hvort hann ætlaði að tína til hluti sem betur hefði mátt fara í leiknum eftir þennan 19 marka sigur þá talaði hann um varnarleik Vals á köflum og aðra hluti sem þeir geta lagað fyrir næsta leik. Næsti leikur Vals er á móti ÍBV í Vestmannaeyjum og hlakkaði Snorra til að fara til Eyja og vonaðist hann eftir því að fá áhorfendur og þarf hans lið að spila sinn besta leik ef þeir ætla að vinna þar. Olís-deild karla Valur ÍR
Breiðhyltingar vilja eflaust gleyma ferð sinni á Hlíðarenda í kvöld. Þeir ætluðu að sýna Völsurum hvar Davíð keypti ölið en það gekk einfaldlega ekki upp. Valur vann 19 marka sigur og ljóst að ÍR-ingar verða í miklum vandræðum í vetur. Valur byrjaði leikinn af miklum krafti. Valur nýtti sér það að ÍR var annað hvort að skjóta framhjá eða yfir markið eða Einar Baldvin var að verja þau skot sem komu á markið, Valur gekk á lagið og komst í stöðuna 9-2 þegar tæplega korter var liðið af leiknum, Agnar Smári var allt í öllu í þeim kafla og átti hann afar glæsilegt mark þar sem hann þrumaði boltanum upp í vínkilinn. Valur hélt áfram sínum góða sóknarleik og var útlitið orðið svart fyrir ÍR þegar staðan var orðinn 18-10 fyrir heimamenn. ÍR var ekki alveg tilbúið að leggja allar árar í bát og svöruðu með góðum kafla sem minnkaði leikinn í 20 - 14 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfeikur líkt og sá fyrri einkenndist af skelfilegum leik ÍR þar sem þeir köstuðu boltanum sífellt frá sér sem Valur nýtti sér með urmul af hraðahlaupum og kom sér í ellefu marka forskot þegar tæplega korter var búið af seinni hálfleik. Þetta var farið að minna á skemmtilega æfingu fyrir Valsarana þar sem þeir léku sér af ÍR liðinu og sýndu oft á tíðum glæsileg tilþrif með skraut sendingum og sprelli mörkum. Valur komst mest í nítján marka forrystu undir lok leiks sem þeir héldu út og endaði leikurinn með 43-24 sigri Vals. Af hverju vann Valur? Valur tóku þessum leik alvarlega og mættu strax með miklum krafti sem kom þeim í góða forrystu snemma leiks. Valur spilaði góða vörn sem setti ÍR undir mikla pressu og þvingaði þá í endalaust af töpuðum boltum sem Valur nýtti sér með mörgum mörkum úr hraðahlaupum. Hverjir stóðu upp úr? Agnar Smári Jónsson var frábær í liði Vals ÍR réði ekkert við hann í hægri skyttunni og fékk hann litla mótspyrnu þegar hann ógnaði á markið sem skilaði 8 mörkum. Það voru margir sem fengu að láta ljós sitt skína í Valsliðinu í dag og var Anton Rúnarsson þar á meðal hann stýrði leik Vals frábærlega og gerði sjálfur 8 mörk. Þorgeir Bjarki Davíðsson kom til Vals fyrir tímabilið og var þetta klárlega leikur fyrir hann að sýna sitt rétta andlit sem hann gerði og skoraði hann 5 mörk úr hægra horninu. Hvað gekk illa? ÍR liðið voru alveg meðvitaðir um gæði Valsmanna og sýndu þeir Val alltof mikla virðingu og vantaði allan kraft í liðið varnarlega til að láta finna fyrir sér. Þeir lentu 9-2 undir strax í upphafi leiks og mættu þeir í raun aldrei til leiks, tapaðir boltar voru þeirra einkennis merki sem gerði Val auðvelt fyrir í fjöldan öllum af mörkum úr hraðahlaupum. Þó lið séu á mismunandi stað í deildinni er aldrei boðlegt að fá á sig 43 mörk. Hvað er framundan? Þriðja umferðin hefst á fimtudaginn með leik ÍR og Þór Akureyri klukkan 19:30 og er ljóst að það er lykilleikur fyrir bæði lið. Valur fer síðan á laugardaginn næsta til Eyja og mæta þar ÍBV klukkan 17:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Snorri Steinn: Gerðum þetta fagmannlega „Ég er mjög ánægður við gerðum þetta fagmannlega og var mikill kraftur í okkur allan leikinn sem ég er ánægður með,” sagði Snorri. Snorri var ánægður með að þó það sé mikill getu munur á liðunum á pappírum þá er það eitt en það er annað að sýna það á vellinum. „Það þarf góða einbeitingu í að spila svona leik sem strákarnir gerðu vel í, inn á milli spiluðum við góðan varnarleik sem skilaði sér í fjöldan allan af hraðahlaupum og síðan var sóknarleikurinn ágætur.” Þegar Snorri var spurður hvort hann ætlaði að tína til hluti sem betur hefði mátt fara í leiknum eftir þennan 19 marka sigur þá talaði hann um varnarleik Vals á köflum og aðra hluti sem þeir geta lagað fyrir næsta leik. Næsti leikur Vals er á móti ÍBV í Vestmannaeyjum og hlakkaði Snorra til að fara til Eyja og vonaðist hann eftir því að fá áhorfendur og þarf hans lið að spila sinn besta leik ef þeir ætla að vinna þar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti