Lífið

Paris Hilton kemur til dyranna eins og hún er klædd í nýrri heimildarmynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Paris Hilton fer yfir lífshlaupið í nýrri heimildarmynd. Þar er einnig rætt við alla hennar nánustu.
Paris Hilton fer yfir lífshlaupið í nýrri heimildarmynd. Þar er einnig rætt við alla hennar nánustu.

Í vikunni kom út glæný heimildarmynd um raunveruleikastjörnuna Paris Hilton. Paris Hilton vakti fyrst fyrst athygli í þáttunum The Simple Life þar sem sýnt var frá lífi hennar og Nicole Richie.

Síðan þá hefur hún skapað sér nafn í viðskiptaheiminum og staðið sig vel. Hún er barnabarn Conrad Hilton sem stofnaði Hilton hótelkeðjuna.

Paris Hilton var í raun fyrsta manneskjan í heiminum til að verða fræg, fyrir að vera fræg.

Hún er mjög vinsæll plötusnúður og fær til að mynda greitt eina milljón dollara fyrir hvert skipti sem hún kemur fram.

Á sínum tíma lak út kynlífsmyndband af henni og var fjallað um það í öllum miðlum heims.

Líf hennar hefur ekki alltaf verið dans á rósum en fjallað er um raunverulegu sögu Parisar Hilton í heimildarmyndinni The Real Story of Paris Hilton sem sjá má hér að neðan.

Í myndinni opnar hún sig um skelfilega lífreynslu þegar hún var í heimavistarskólanum Provo Canyon í Utah. Þar hafi verið komið mjög illa fram við hana í þá 11 mánuði þar sem hún var í skólanum.

Hún segir að starfsmenn skólans hafi beitt hana bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi á þeim tíma. Paris Hilton fær enn martraðir vegna skólagöngunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.