Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 15:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. Í raun sé þrenns konar sýnataka í gangi; sýnataka hjá fólki sem er með einkenni sem gætu verið vegna Covid-19, skimun Íslenskrar erfðagreiningar hjá starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og svo úrtaksskimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum á covid.is voru í gær tekin sýni hjá 998 einstaklingum með einkenni, 457 sýni voru tekin í sóttkvíar- og handahófsskimun og 1649 sýni voru tekin í skimun ÍE. Alls eru þetta meira en 3000 sýni. Íslensk erfðagreining er með víðtækar skimanir á meðal starfsfólks og nemenda HR og HÍ.Vísir/Vilhelm Virðist ekki vera mjög mikil dreifing úti í samfélaginu Nítján af þeim 21 sem greindust í gær voru með einkenni, hinir tveir greindust í skimunum. Þórólfur segir tölurnar sýna að það virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu. „En hún virðist vera bundin við þessi tilfelli og í þessum hópum sem við höfum verið að finna. Þessir 19 sem eru með einkenni er bara svona nokkuð svipaður fjöldi og í fyrradag þannig að ég hef nokkuð góða tilfinningu fyrir því að okkur sé að takast að ná utan um þetta. Það getur hins vegar tekið aðeins lengri tíma að kveða þetta alveg niður,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Þá sé mjög erfitt að segja til um þróunina næstu daga. „Ég held að þetta fari ekkert mjög hratt niður,“ segir Þórólfur og segir að næstu daga verði kannski svipaðar tölur, mögulega eitthvað lægri en í dag. „En það er bara mjög erfitt að segja nákvæmlega til um það. Þetta er svona ágiskun því það þarf ekkert voðalega mikið til þess að breyta tölunum mjög hratt. Það þarf ekki nema eitt smit sem varð fyrir nokkrum dögum sem allt í einu kemur fram núna og þá breytast allar forsendur. Þetta er svo hreyfanlegt og það er svo erfitt að spá nákvæmlega fyrir um nákvæmlega hvernig hlutirnir verða. Þess vegna er svo erfitt að gera svona áætlanir um aðgerðir tiltölulega langt fram í tímann því svo gerist eitthvað mjög skyndilega og það þarf að bregðast mjög hratt við því.“ Irishman Pub er einn af þeim stöðum sem gert er að loka um helgina vegna mikillar fjölgunar smita.Vísir/Vilhelm Góðar vonir um að skemmtistaðir og krár geti opnað aftur á þriðjudag Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Svandís Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fallist á tillögu Þórólfs um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá og með deginum í dag til og með mánudegi. Að minnsta kosti tólf staðfest smit hafa verið rakin til Irishman Pub og eru þeir sem voru þar síðasta föstudag, 11. september, á milli klukkan 16 og 23 beðnir um að koma í sýnatöku. Aðspurður segir Þórólfur Irishman Pub ekki eina staðinn sem tengist staðfestum smitum. „Við erum að sjá tengsl við aðra staði en ekki næstum því eins sterk og við þennan stað. Það eru nokkrir staðir sem er verið að skoða betur.“ Hvað taki við á þriðjudaginn varðandi skemmtistaðina segir Þórólfur það ekki alveg ljóst. „En ég held að það eigi að geta verið góðar vonir um að þessir staðir geti opnað aftur, kannski með einhverjum takmörkunum, eftir þann tíma, ef allt gengur vel. Ég gæti komið með tillögur um það við ráðherra, endanleg ákvörðun liggur náttúrulega hjá henni,“ segir hann. Kæmi þá til greina að setja sérstakar takmarkanir fyrir skemmtistaði og krár, til dæmis þrengri samkomutakmarkanir og tveggja metra nándarreglu inni á slíkum stöðum? „Nei, ég held við förum ekki að breyta nándarreglunni mikið. Það er ekki vænlegt að vera að hringla mikið með hana. En það er ýmislegt sem er hægt að gera. Við vorum með takmarkanir á fjölda í sundi og líkamsræktarstöðvum, við gætum notað svipaða nálgun á þessastaði og við gætum komið með ýmsa aðra hluti en það er kannski of snemmt að tala um það. En þetta eru klárlega staðir þar sem er áhætta fyrir smiti. Við höfum svo sem sagt það margoft og við höfum séð það bæði hérlendis og erlendis,“ segir Þórólfur. Myndin er tekin í Reykjavík í sumar þegar vægari sóttvarnaaðgerðir voru í gangi en nú. Þórólfur biðlar til almennings að fylgja þeim reglum sem í gildi eru, huga að persónubundnum sýkingavörnum og vera heima ef maður er með einkenni.Vísir/Vilhelm „Ekki út af engu sem við erum að gera þetta“ Veitingastaðir sem eru með vínveitingaleyfi eru áfram opnir um helgina. Þórólfur kveðst ekki geta tjáð sig um það hvort hann hafi áhyggjur af hópamyndun á slíkum stöðum nú þegar krár og skemmtistaðir verða lokaðir. „Ég er bara að biðla til fólks að gæta vel að sér og það er ekki út af engu sem við erum að gera þetta. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að við fáum hérna stóran faraldur og þetta eru aðferðirnar til þess; að minna fólk á einstaklingsbundnar smitvarnir og við biðlum til fólks að vera ekki að svindla á því og fara framhjá því. Því það þarf ekkert mikið til. Það getur verið bara eitt kvöld eins og við höfum séð víða um land í hópsýkignum. Við erum að reyna að fá fólk með okkur í þetta og ég vona að fólk sjái tilganginn í þessu af hverju við erum að þessu,“ segir Þórólfur. Myndirðu beina því til fólks hér á höfuðborgarsvæðinu að vera bara rólegt um helgina, vera ekkert að fara út? „Nei, ég er ekkert endilega að segja það. Ég er bara að segja að fólk reyni að virða þessar grunnreglur sem við erum alltaf að hamra á. Þær eru ekkert voðalega flóknar og ekkert voðalega erfiðar í framkvæmd. Að forðast mannmarga staði, virða þessa 200 manna fjöldatakmarkanir, virða þessa eins metra reglu, gæta vel að persónubundnum sýkingavörnum, handþvotti og handsprittun. Og ef maður er veikur að vera heima, að vera ekki að fara út um allt því það getur haft mjög afdrifaríkar afleiðingar,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. Í raun sé þrenns konar sýnataka í gangi; sýnataka hjá fólki sem er með einkenni sem gætu verið vegna Covid-19, skimun Íslenskrar erfðagreiningar hjá starfsfólki og nemendum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og svo úrtaksskimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt upplýsingum á covid.is voru í gær tekin sýni hjá 998 einstaklingum með einkenni, 457 sýni voru tekin í sóttkvíar- og handahófsskimun og 1649 sýni voru tekin í skimun ÍE. Alls eru þetta meira en 3000 sýni. Íslensk erfðagreining er með víðtækar skimanir á meðal starfsfólks og nemenda HR og HÍ.Vísir/Vilhelm Virðist ekki vera mjög mikil dreifing úti í samfélaginu Nítján af þeim 21 sem greindust í gær voru með einkenni, hinir tveir greindust í skimunum. Þórólfur segir tölurnar sýna að það virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu. „En hún virðist vera bundin við þessi tilfelli og í þessum hópum sem við höfum verið að finna. Þessir 19 sem eru með einkenni er bara svona nokkuð svipaður fjöldi og í fyrradag þannig að ég hef nokkuð góða tilfinningu fyrir því að okkur sé að takast að ná utan um þetta. Það getur hins vegar tekið aðeins lengri tíma að kveða þetta alveg niður,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Þá sé mjög erfitt að segja til um þróunina næstu daga. „Ég held að þetta fari ekkert mjög hratt niður,“ segir Þórólfur og segir að næstu daga verði kannski svipaðar tölur, mögulega eitthvað lægri en í dag. „En það er bara mjög erfitt að segja nákvæmlega til um það. Þetta er svona ágiskun því það þarf ekkert voðalega mikið til þess að breyta tölunum mjög hratt. Það þarf ekki nema eitt smit sem varð fyrir nokkrum dögum sem allt í einu kemur fram núna og þá breytast allar forsendur. Þetta er svo hreyfanlegt og það er svo erfitt að spá nákvæmlega fyrir um nákvæmlega hvernig hlutirnir verða. Þess vegna er svo erfitt að gera svona áætlanir um aðgerðir tiltölulega langt fram í tímann því svo gerist eitthvað mjög skyndilega og það þarf að bregðast mjög hratt við því.“ Irishman Pub er einn af þeim stöðum sem gert er að loka um helgina vegna mikillar fjölgunar smita.Vísir/Vilhelm Góðar vonir um að skemmtistaðir og krár geti opnað aftur á þriðjudag Eins og greint var frá fyrr í dag hefur Svandís Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fallist á tillögu Þórólfs um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá og með deginum í dag til og með mánudegi. Að minnsta kosti tólf staðfest smit hafa verið rakin til Irishman Pub og eru þeir sem voru þar síðasta föstudag, 11. september, á milli klukkan 16 og 23 beðnir um að koma í sýnatöku. Aðspurður segir Þórólfur Irishman Pub ekki eina staðinn sem tengist staðfestum smitum. „Við erum að sjá tengsl við aðra staði en ekki næstum því eins sterk og við þennan stað. Það eru nokkrir staðir sem er verið að skoða betur.“ Hvað taki við á þriðjudaginn varðandi skemmtistaðina segir Þórólfur það ekki alveg ljóst. „En ég held að það eigi að geta verið góðar vonir um að þessir staðir geti opnað aftur, kannski með einhverjum takmörkunum, eftir þann tíma, ef allt gengur vel. Ég gæti komið með tillögur um það við ráðherra, endanleg ákvörðun liggur náttúrulega hjá henni,“ segir hann. Kæmi þá til greina að setja sérstakar takmarkanir fyrir skemmtistaði og krár, til dæmis þrengri samkomutakmarkanir og tveggja metra nándarreglu inni á slíkum stöðum? „Nei, ég held við förum ekki að breyta nándarreglunni mikið. Það er ekki vænlegt að vera að hringla mikið með hana. En það er ýmislegt sem er hægt að gera. Við vorum með takmarkanir á fjölda í sundi og líkamsræktarstöðvum, við gætum notað svipaða nálgun á þessastaði og við gætum komið með ýmsa aðra hluti en það er kannski of snemmt að tala um það. En þetta eru klárlega staðir þar sem er áhætta fyrir smiti. Við höfum svo sem sagt það margoft og við höfum séð það bæði hérlendis og erlendis,“ segir Þórólfur. Myndin er tekin í Reykjavík í sumar þegar vægari sóttvarnaaðgerðir voru í gangi en nú. Þórólfur biðlar til almennings að fylgja þeim reglum sem í gildi eru, huga að persónubundnum sýkingavörnum og vera heima ef maður er með einkenni.Vísir/Vilhelm „Ekki út af engu sem við erum að gera þetta“ Veitingastaðir sem eru með vínveitingaleyfi eru áfram opnir um helgina. Þórólfur kveðst ekki geta tjáð sig um það hvort hann hafi áhyggjur af hópamyndun á slíkum stöðum nú þegar krár og skemmtistaðir verða lokaðir. „Ég er bara að biðla til fólks að gæta vel að sér og það er ekki út af engu sem við erum að gera þetta. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að við fáum hérna stóran faraldur og þetta eru aðferðirnar til þess; að minna fólk á einstaklingsbundnar smitvarnir og við biðlum til fólks að vera ekki að svindla á því og fara framhjá því. Því það þarf ekkert mikið til. Það getur verið bara eitt kvöld eins og við höfum séð víða um land í hópsýkignum. Við erum að reyna að fá fólk með okkur í þetta og ég vona að fólk sjái tilganginn í þessu af hverju við erum að þessu,“ segir Þórólfur. Myndirðu beina því til fólks hér á höfuðborgarsvæðinu að vera bara rólegt um helgina, vera ekkert að fara út? „Nei, ég er ekkert endilega að segja það. Ég er bara að segja að fólk reyni að virða þessar grunnreglur sem við erum alltaf að hamra á. Þær eru ekkert voðalega flóknar og ekkert voðalega erfiðar í framkvæmd. Að forðast mannmarga staði, virða þessa 200 manna fjöldatakmarkanir, virða þessa eins metra reglu, gæta vel að persónubundnum sýkingavörnum, handþvotti og handsprittun. Og ef maður er veikur að vera heima, að vera ekki að fara út um allt því það getur haft mjög afdrifaríkar afleiðingar,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira