Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2020 19:21 Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
Lífeyrissjóðir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair eftir hlutafjárútboð sem lauk í gær. Almennir hluthafar eiga nú helming hlutafjár en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem áður var stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu. Áður en farið var í hlutafjárútboð Icelandair sem lauk í gær var heildar hlutafé félagsins komið niður í 5,4 milljarða. Félagið stefndi að því að safna tuttugu milljörðum til viðbótar og hafði heimild til að safna þremur milljörðum að auki. Eftirspurnin reyndist langt umfram framboð og voru skráðar áskriftir upp á 37,3 milljarða, eða um rétt rúma fjórtan milljarða umfram lágmarkið sem félagið þurfti til að virkja loforð Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á sex milljörðum hluta. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir stjórn félagsins hafa hafnað áskrift upp á sjö milljarða þar sem ekki hafi verið sýnt fram á trygga fjármögnun. Það er sama upphæð og Michele Ballarin vildi kaupa fyrir. Ekki verður þörf fyrir sölutryggingu bankanna. Nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé Icelandair.Vísir/Vilhelm „Okkur er mjög létt og það er mjög ánægjulegt og mikilvægt að hafa klárað þetta stóra verkefni með svona velheppnuðu hlutafjárútboði. Við erum bæði auðmjúk og stolt yfir öllum þessum stuðningi sem við fengum og félagið fékk frá hluthöfum og í raun íslensku þjóðinni.“ Þjóðinni segir forstjórinn en sú breyting varð á hluthafahópnum að lífeyrissjóðirnir eiga sameiginlega ekki lengur meirihluta upp á 53,33 prósent í félaginu en almenningur á nú helming hlutfjárins. „Hluthöfum er að fjölga mjög mikið. Um sjö þúsund og eru um ellefu þúsund hluthafar núna sem er mjög ánægjulegt og mikil stuðningsyfirlýsing við félagið,“ segir Bogi Nils. Gildi sem var þriðji stærsti hluthafinn í Icelandair fyrir útboðið ákvað að kaup hlut fyrir einn og hálfan milljarð sem að sögn framkvæmdastjóra sjóðsins nægir til að sjóðurinn haldi sínum rúmlega sjö prósent hlut. En nýtt hlutafé verður 81 prósent af heildarhlutafé félagsins. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna harmar að sjóðurinn tók ekki þátt í útboðinu.Stöð 2/Sigurjón Það féll hins vegar á jöfnum atkvæðum átta fulltrúa stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vera með. En sjóðurinn var áður stærstur með 11,81 prósent. Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður sjóðsins og einn fulltrúa atvinnulífsins lagði til að hann tæki þátt í útboðinu. „Og við mátum það svo að áætlanir félagsins um vöxt væru hógværar næstu árin. Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörtíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Icelandair Fréttir af flugi Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Sjá meira
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51
Stærsti hluthafinn tók ekki þátt í útboðinu Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair Group hf sem fram fór á miðvikudag og fimmtudag. 18. september 2020 11:32
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33
Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða króna tilboði Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist í gær. 18. september 2020 09:33