Menning

Harpa aug­lýsir eftir rekstrar­aðilum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu.
Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu. Vísir/Vilhelm/Aðsend

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Þar er markmiðið sagt vera að veitingastaðir, verslanir og önnur þjónusta endurspegli sérstöðu Hörpu sem einstaks listaverks og áfangastaðar sem upplifun sé að heimsækja.

Þá kemur fram að undanfarið hafi starfsfólk og stjórnendur Hörpu unnið að stefnumörkun um framtíð hússins í samráði við helstu haghafa. Markmiðið sé að efla hörpu sem „opið félagsheimili þjóðarinnar.“

Í tilkynningunni er þá haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, að mikilvægt sé að Harpa þróist í takt við þær breytingar sem eigi sér stað í nánasta umhverfi hennar í miðborg Reykjavíkur. Breytingarnar feli í sér spennandi tækifæri og vilji til að slá nýjan og ferskan tón sé fyrir hendi.

„Staðan er óneitanlega þung um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins en þeir erfiðleikar taka enda og við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við munum halda ótrauð áfram að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Ég er sannfærð um að það er fullt af öflugu og hugmyndaríku fólki sem sér sinn rekstur eiga heima í húsi á heimsmælikvarða. Við byrjum strax á morgun að auglýsa eftir tillögum og vonum að sem flestir staldri við og sendi okkur hugmyndir um það hvernig Harpa, sem er sameign okkar allra, getur orðið enn betri til framtíðar,“ er einnig haft eftir Svanhildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.