Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Birgir Olgeirsson og Samúel Karl Ólason skrifa 19. september 2020 12:00 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 75 greindust innanlands og einn á landamærunum í gær. Fjölgun smitaðra hefur ekki verið meiri frá því í mars. „Þeir sem hafa greinst hafa líka verið með mjög mikið veirumagn, sem bendir til að þeir séu mjög smitandi, og það einkenndi fyrstu bylgjuna. Að þegar hún var að vaxa, var veirumagnið í þeim sem greindist mjög mikið. Þegar hún fór að dvína, þá voru þeir sem greindust með tiltölulega lítið veirumagn,“ segir Kári. „Ég held það sé ekki bara fjöldi tilfella heldur líka þetta veirumagn sem bendir til þess að við séum að fara inn í ansi mikinn vöxt.“ Kári segist telja að verkefni Íslendinga séu nú að setja allt í lás næstu vikurnar. Það þurfi til að ná tökum á stöðunni. Svipaðar aðgerðir og gripið var til í vor. „Eftir því sem við bregðumst harðar við núna, þeim mun skemmri tíma tekur þetta. Ég held að þolinmæði okkar fyrir því að vera í langvinnri kyrrsetu sé orðin dálítið lítil,“ segir Kári. Þess vegna sé best að taka á veirunni núna með krafti og reyna að ná utan um ástandið á stuttum tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40
75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03
Sóttvarnir til fyrirmyndar á samkomustöðum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að sóttvarnir hafi verið til fyrirmyndar á þeim veitingahúsum sem lögregluþjónar komu við á í gærkvöldi 19. september 2020 08:43