Áhorfendur eru ekki leyfðir á handboltaleikjum og körfuboltaleikjum á vegum HSÍ og KKÍ þessa helgina.
Þetta kemur fram í tilkynningu HSÍ sem send var á fjölmiðla og tilkynningu á Facebook-síðu KKÍ.
Átta leikir fara fram í dag og tveir á morgun í Olís- og Grill 66 deildum karla og kvenna. Þá átti fjöldinn allur af æfingaleikjum að fara fram í körfunni. Það er staðfest að stúkan verður tóm á þeim leikjum.
HSÍ og KKÍ hafa að beiðni Almannavarna tekið af skarið um að leyfa ekki áhorfendur þessa helgina.
Tilkynning HSÍ:
Sæl,
Að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar fari fram án áhorfenda. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld.
Kveðja,
Róbert Geir Gíslason
Framkvæmdastjóri Handknattleikssamband Íslands
Tilkynning KKÍ:
Áríðandi tilkynnig frá KKÍ v/ Covid-19 og áhorfenda um helgina!
Að beiðni almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir hefur stjórn KKÍ tekið þá ákvörðun að leikir helgarinnar í meistaraflokkum, það er æfingaleikir meistaraflokka og meistarar meistaranna kvenna, fari fram án áhorfenda.
Jafnframt beinum við því til foreldra/aðstandenda leikmanna í yngri flokkum að mæta ekki í íþróttahúsin til að horfa á þá leiki sem fram fara.
Staðan verður svo endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld.