Starfsmaður BrewDog smitaðist hugsanlega af viðskiptavini Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 17:43 BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. Vísir/Birgir Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Starfsmaður á veitingastaðnum BrewDog í miðbæ Reykjavíkur hefur greinst með kórónuveiruna. Á fimmtudag höfðu forsvarsmenn veitingastaðarins fengið upplýsingar frá smitrakningateyminu að að hugsanlega hefði smitaður einstaklingur komið á staðinn fyrir rúmri viku síðan. Greint er frá þessu á Facebook-síðu BrewDog. Eftir símtal frá smitrakningateymi hafi allt starfsfólk verið sent í skimun í gær og var aðeins einn starfsmaður smitaður líkt og áður sagði. Starfsmaðurinn sem smitaðist var á vakt bæði föstudag og laugardag síðustu helgi. Hann hefur ekki komið aftur inn á staðinn síðan en grunur leikur á um að hann hafi smitast af gesti þegar hann var við störf. Þeir sem heimsóttu staðinn dagana 11. og 12. september eru hvattir til þess að fara í skimun. „Í kjölfar þeirrar vitneskju var unnið þétt með smitrakningateyminu og höfum við fengið hrós frá þeim fyrir góða samvinnu. Allir starfsmenn voru sendir í skimun ásamt þeim viðskiptavinum sem smitrakningateymið hafði samband við,“ segir í tilkynningu BrewDog. Stór hluti smita tengjast skemmtistöðum Um þriðjungur þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað tímabundið í fjóra daga, frá því í gær fram til mánudagsins 21. september. Fyrr í vikunni var greint frá því að nokkur fjöldi smita hafði komið upp hjá viðskiptavinum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu þar sem gestir staðarins síðasta föstudag voru beðnir um að fara í skimun vegna veirunnar. Snertifletir virtust bera með sér smit, þó svo að gætt væri að sóttvörnum með reglubundnum hætti. „Þetta eru ekki staðir þar sem fólk er í troðningi heldur situr það á sínum bás og drekkur sinn bjór í rólegheitum, en er síðan smitað. Þess vegna eru það þessir sameiginlegu snertifletir sem er verið að horfa til,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi í dag. „Og þó að sóttvarna sé gætt, borð og hurðahúna þrifnir reglulega, virðist það ekki duga til að koma í veg fyrir smit í gegnum sameiginlega snertifleti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59 „Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36 Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Virðist ekki vera mjög mikil dreifing á veirunni úti í samfélaginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjöldi kórónuveirusmita sem greindist hér á landi í gær komi honum ekki á óvart. Alls greindist 21 með veiruna innanlands en Þórólfur bendir á að mjög mörg sýni hafi verið tekin. 18. september 2020 15:59
„Við erum í ástandi sem þarf að taka mjög alvarlega“ 21 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þessi fjöldi smita komi ekki á óvart. 18. september 2020 11:36
Skemmtistöðum skellt í lás yfir helgina Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu tímabundið í fjóra daga frá því í dag fram til mánudagsins 21. september. 18. september 2020 09:55