Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2020 12:13 The Irishman pub við Klapparstíg Vísir/Vilhelm 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. „Það er komnir allt í kringum 90 einstaklingar sem hafa greinst síðustu daga þar sem einu sameiginlegu tengipunktarnir virðast vera í kringum þessa staði,“ segir Víðir. Hann segir að enn sé unnið með eigendum þessara staða að smitrakningu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég legg áherslu á að þessir staðir voru með allt sitt á hreinu og gerðu allt rétt. Það er líka áhyggjuefni í sjálfu sér að þó staðir séu algjörlega til fyrirmyndar þá komi svona mörg smit upp. En það er ekki við staðina að sakast sýnist okkur.“ Víðir Reynisson sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að yfirvöld teldu sig ekki hafa leyfi til að upplýsa um nöfn staða í miðborginni þar sem smit höfðu komið upp. Yfirvöld hefðu þó ýtt á staðina um að stíga fram til að auðvelda við smitrakningu og koma böndum á hópsýkinguna. Greint hafði verið frá nafni barsins Irishman og veitingastaðarins BrewDog. Eigendur þeirra staða kusu að gera það. Þrír staðir til viðbótar voru þó undir. Voru þeir sem sóttu Irishman frá 16 til 23 föstudaginn 11. september hvattir til að fara í sýnatöku. Þeir sem sóttu Brewdog dagana 11. og 12. september voru einnig hvattir til að fara í sýnatöku. Var starfsmaður Brewdog talinn hafa smitast af viðskiptavini. BrewDog er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.Vísir/Birgir Forstjóri Persónuverndar sagði í gær að ekki persónuverndarlöggjöfin kæmi ekki í veg fyrir að yfirvöld myndu greina frá nafni staðanna. Almannahagsmunir og heilsa trompuðu ávallt viðskiptahagsmuni fyrirtækja. Víðir sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að lögfræðingar almannavarnadeildar væru að fara yfir stöðuna. Sú yfirferð leiddi í ljós að yfirvöld mættu greina frá nafni þessara staða. Í tilkynningu frá almannavörnum í gær kom fram að ekki þætti tilefni til að greina frá nöfnum þessara þriggja staða því þeir hefðu mjög óljósa tengingu við smitaða. „Smitrakningateymið er búið að útiloka þessa staði sem einhverjar tengingar. Það er ein af ástæðunum fyrir tregðunni við að nefna einhverja staði. Þetta tekur alltaf nokkra daga í smitrakningunni að verða alveg vissir um tengingarnar. Við viljum ekki kasta einhverju fram sem síðan kemur í ljós að er ekki rétt,“ segir Víðir í samtali við Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16