Innlent

Svona var 115. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veiru

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknis í húsnæði landlæknis klukkan 14 í dag. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fara yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi. 

Þrjátíu og átta greindust með veiruna síðasta sólarhringinn sem er töluvert minna en í gær, þegar sjötíu og fimm greindust. Frá því á mánudag hafa 172 greinst með veiruna innanlands og tengjast allt að níutíu þeirra veitingastaðnum Brewdog og kránni Irishman.

Þá sagðist Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í samtali við fréttastofu í morgun ekk telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það sé vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag.

Þá kom einnig fram í morgun að Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sé kominn í sóttkví og  þess vegna verði Sigríður Björk á fundinum í hans stað. 

Uppfært: Fundinum er lokið. Upptaka og textalýsing af fundinum eru hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×