Innlent

Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Sex starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví og nokkrir viðmælendur umrædds starfsmanns.
Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi. Sex starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví og nokkrir viðmælendur umrædds starfsmanns. Vísir/Vilhelm

Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. Meðal viðmælenda sem eru nú í sóttkví er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, en greint var frá því að hann væri kominn í sóttkví á Vísi í morgun.

Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins um málið að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi sent tölvupóst á starfsmenn RÚV eftir að smitið var greint í gærkvöldi og verið sé að vinna að smitrakningu og frekari fyrirmælum frá smitrakningarteymi almannavarna.

„Ég var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn vera mjög smitandi þann dag sem ég hitti viðkomandi. Þar af leiðandi var ég settur í sóttkví samkvæmt þeim reglum sem við vinnum eftir,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi í morgun.

Uppruni smitsins er ekki ljós en að líklega séu ekki tengingar milli þessa smits og smits hjá öðrum starfsmanni Rásar 2 sem greindist í síðustu viku. Í dag verði teknar ákvarðanir um næstu skref hjá RÚV, hvort frekari öryggisráðstafanir verði teknar eða breytingar á sóttvarnareglum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×