Segir tíma til kominn að fjárfesta í framtíðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 15:17 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni. „Staðan um áramótin var sú að það voru óveðursský yfir íslensku efnahagslífi vegna þess að hagkerfið var farið að kólna og það hafði dregið úr vexti. Þetta kom á þeim tíma þar sem er fyllilega óljóst hvað muni drífa vöxt til framtíðar litið þegar þrjár helstu stoðir hagkerfisins: ferðaþjónusta, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur eru komnar að þolmörkum,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þegar kórónuveiruna hafi borið að garði hafi tvær þessara greina, ferðaþjónustan og orkusækinn iðnaður verið á brúninni. Nú þurfi nýja stoð, fjórðu stoðina. Það sé ekki nýtt að fjórða stoðin sé rædd en hann spyr sig af hverju hún verði ekki að veruleika. „Það er alltaf vegna þess að við erum svo upptekin við búhnykkina, að sinna búhnykkjunum þegar þeir koma. Hvort sem það var fjármálaþjónustan á fyrsta áratugi aldarinnar og áform um það að gera Ísland að fjármálamiðstöð eða ferðaþjónustuna á öðrum áratug aldarinnar. Það gekk svo vel að við höfðum ekki tíma fyrir framtíðina.“ Þetta hafi meðal annars sést á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Margar þeirra hafi verið mjög góðar og taka verði það inn í reikninginn að margar þeirra séu teknar mjög hratt. Þær hafi hins vegar að miklu leiti miðað að því að bjarga ferðaþjónustunni. Aðrar aðgerðir hefðu skilað meiri umsvifum hjá ferðaþjónustunni Hann bendir á að kostnaður ríkissjóðs vegna stuðnings við launakostnað þeirra sem eru á uppsagnarfresti séu hingað til átta milljarðar króna en á sama tíma hafi fjárútlát til nýsköpunar verið aukin um fimm milljarðar. Þar megi sjá að verið sé að fjárfesta meira í fortíðinni en framtíðinni að hans sögn. Vel hefði mátt breyta þessu, til dæmis hefði mátt lækka stuðning við launakostnað um einn milljarð og setja hann í fjárfestingar til að örva eftirspurn. Það hefði til dæmis getað skilað sér hjá ferðaþjónustunni. „Segjum til dæmis að endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðslu hefðu verið auknar, það hefði skilað sér í meiri umsvifum hjá ferðaþjónustu svo dæmi sé tekið.“ „Því miður er kófið ekki búið og við eigum eftir að sjá fleiri aðgerðir myndi ég ætla. Fjárlagafrumvarpið er væntanlegt og fimm ára fjármálaáætlun núna 1. október. Þá væri æskilegt að sjá áherslu í þessa veru, fjárfest í framtíðinni og reynt að setja upp rétta hvata til þess að örva en ekki bara byggja hagkerfið upp í þeirri mynd sem það var fyrir,“ segir Sigurður. Segir að fjárfesta þurfi í framtíðinni Hann segir að síðastliðinn áratug, eftir síðustu efnahagskreppu, hafi eitt af hverjum fjórum störfum sem urðu til voru í iðnaði og að þriðjungur vaxtarins hafi komið frá iðnaði. „Þetta segjum við bara til að minna á að það eru fleiri greinar en ein. Iðnaðurinn getur sannarlega veitt viðspyrnu núna eins og hann gerði og auðvitað fleiri greinar.“ Hann segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess hve framarlega ferðaþjónustan hefur verið sett. „Ég myndi ekki orða það þannig en stóra málið er að við þurfum að fjárfesta í framtíðinni. Við þurfum að byggja upp fjórðu stoðina og það gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Sigurður. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Ósammála ráðherra um að endurgreiðslukerfi til kvikmyndagerðra sé samkeppnishæft Kvikmyndaframleiðandi segist ósammála iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að kerfi endurgreiðslna til kvikmyndagerðar sé alþjóðlega samkeppnishæft. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á iðnþingi í gær að hún hefði efasemdir um að auka styrki til kvikmyndagerðar. 19. september 2020 13:00 Rúmlega tveir milljarðar endurgreiddir vegna endurbóta og viðhalds Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. 14. september 2020 13:34 Framsókn í efnahagsmálum Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. 18. september 2020 14:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni. „Staðan um áramótin var sú að það voru óveðursský yfir íslensku efnahagslífi vegna þess að hagkerfið var farið að kólna og það hafði dregið úr vexti. Þetta kom á þeim tíma þar sem er fyllilega óljóst hvað muni drífa vöxt til framtíðar litið þegar þrjár helstu stoðir hagkerfisins: ferðaþjónusta, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur eru komnar að þolmörkum,“ sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þegar kórónuveiruna hafi borið að garði hafi tvær þessara greina, ferðaþjónustan og orkusækinn iðnaður verið á brúninni. Nú þurfi nýja stoð, fjórðu stoðina. Það sé ekki nýtt að fjórða stoðin sé rædd en hann spyr sig af hverju hún verði ekki að veruleika. „Það er alltaf vegna þess að við erum svo upptekin við búhnykkina, að sinna búhnykkjunum þegar þeir koma. Hvort sem það var fjármálaþjónustan á fyrsta áratugi aldarinnar og áform um það að gera Ísland að fjármálamiðstöð eða ferðaþjónustuna á öðrum áratug aldarinnar. Það gekk svo vel að við höfðum ekki tíma fyrir framtíðina.“ Þetta hafi meðal annars sést á aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Margar þeirra hafi verið mjög góðar og taka verði það inn í reikninginn að margar þeirra séu teknar mjög hratt. Þær hafi hins vegar að miklu leiti miðað að því að bjarga ferðaþjónustunni. Aðrar aðgerðir hefðu skilað meiri umsvifum hjá ferðaþjónustunni Hann bendir á að kostnaður ríkissjóðs vegna stuðnings við launakostnað þeirra sem eru á uppsagnarfresti séu hingað til átta milljarðar króna en á sama tíma hafi fjárútlát til nýsköpunar verið aukin um fimm milljarðar. Þar megi sjá að verið sé að fjárfesta meira í fortíðinni en framtíðinni að hans sögn. Vel hefði mátt breyta þessu, til dæmis hefði mátt lækka stuðning við launakostnað um einn milljarð og setja hann í fjárfestingar til að örva eftirspurn. Það hefði til dæmis getað skilað sér hjá ferðaþjónustunni. „Segjum til dæmis að endurgreiðslur til kvikmyndaframleiðslu hefðu verið auknar, það hefði skilað sér í meiri umsvifum hjá ferðaþjónustu svo dæmi sé tekið.“ „Því miður er kófið ekki búið og við eigum eftir að sjá fleiri aðgerðir myndi ég ætla. Fjárlagafrumvarpið er væntanlegt og fimm ára fjármálaáætlun núna 1. október. Þá væri æskilegt að sjá áherslu í þessa veru, fjárfest í framtíðinni og reynt að setja upp rétta hvata til þess að örva en ekki bara byggja hagkerfið upp í þeirri mynd sem það var fyrir,“ segir Sigurður. Segir að fjárfesta þurfi í framtíðinni Hann segir að síðastliðinn áratug, eftir síðustu efnahagskreppu, hafi eitt af hverjum fjórum störfum sem urðu til voru í iðnaði og að þriðjungur vaxtarins hafi komið frá iðnaði. „Þetta segjum við bara til að minna á að það eru fleiri greinar en ein. Iðnaðurinn getur sannarlega veitt viðspyrnu núna eins og hann gerði og auðvitað fleiri greinar.“ Hann segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum vegna þess hve framarlega ferðaþjónustan hefur verið sett. „Ég myndi ekki orða það þannig en stóra málið er að við þurfum að fjárfesta í framtíðinni. Við þurfum að byggja upp fjórðu stoðina og það gerist ekki að sjálfu sér,“ segir Sigurður. Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Sprengisandur Tengdar fréttir Ósammála ráðherra um að endurgreiðslukerfi til kvikmyndagerðra sé samkeppnishæft Kvikmyndaframleiðandi segist ósammála iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að kerfi endurgreiðslna til kvikmyndagerðar sé alþjóðlega samkeppnishæft. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á iðnþingi í gær að hún hefði efasemdir um að auka styrki til kvikmyndagerðar. 19. september 2020 13:00 Rúmlega tveir milljarðar endurgreiddir vegna endurbóta og viðhalds Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. 14. september 2020 13:34 Framsókn í efnahagsmálum Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. 18. september 2020 14:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Ósammála ráðherra um að endurgreiðslukerfi til kvikmyndagerðra sé samkeppnishæft Kvikmyndaframleiðandi segist ósammála iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að kerfi endurgreiðslna til kvikmyndagerðar sé alþjóðlega samkeppnishæft. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sagði á iðnþingi í gær að hún hefði efasemdir um að auka styrki til kvikmyndagerðar. 19. september 2020 13:00
Rúmlega tveir milljarðar endurgreiddir vegna endurbóta og viðhalds Á tímum COVID-19 hefur samdráttur orðið víða í atvinnulífinu og þá er mikilvægt að horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. 14. september 2020 13:34
Framsókn í efnahagsmálum Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. 18. september 2020 14:00