Kjartan ekki í leikmannahópnum sem vakti athygli eftir ummælin um síðustu helgi Anton Ingi Leifsson skrifar 20. september 2020 22:00 Kjartan Henry í 1. umferðinni gegn AGF. vísir/getty Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan. Kjartan Finnbogason kom i fokus efter kampen i går for sit interview på tv. Han vil ikke trække i land, men erkender, at han brugte et forkert ord. https://t.co/wMSeLtUGA2— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) September 15, 2020 Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum. Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað. Kjartan Finnbogason ikke med i Vejles trup til søndagens kamp mod SønderjyskE. Hvis han ikke er skadet, er det svært at spekulere i andet end afstraffelse for udtalelserne efter AGF-kampen. I så fald svag ledelsesstil. #Vejleboldklub #sldk— Jesper Kristoffersen (@blog_cast) September 20, 2020 Danski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum. „Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan. Kjartan Finnbogason kom i fokus efter kampen i går for sit interview på tv. Han vil ikke trække i land, men erkender, at han brugte et forkert ord. https://t.co/wMSeLtUGA2— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) September 15, 2020 Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum. Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað. Kjartan Finnbogason ikke med i Vejles trup til søndagens kamp mod SønderjyskE. Hvis han ikke er skadet, er det svært at spekulere i andet end afstraffelse for udtalelserne efter AGF-kampen. I så fald svag ledelsesstil. #Vejleboldklub #sldk— Jesper Kristoffersen (@blog_cast) September 20, 2020
Danski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Kjartan Henry undrandi yfir því að vera settur á varamannabekkinn Kjartan Henry Finnbogason var mjög ósáttur með að hefja leik í dönsku úrvalsdeildinni á bekknum. 14. september 2020 21:30