Innlent

Svona var 116. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alma Möller landlæknir verður á sínum stað á fundinum.
Alma Möller landlæknir verður á sínum stað á fundinum. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Fundir hafa farið fram á mánudögum og fimmtudögum undanfarnar vikur en svo bættust við fundir um liðna helgi vegna skyndilegrar fjölgunar smitaðra.

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra.

Beina útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og svo er textalýsing hér fyrir neðan spilarann fyrir lesendur Vísis sem eiga ekki kost á því að horfa eða hlusta.

Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku frá honum má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×