„Rosalega stolt af honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2020 13:31 Sigríður þykir einstaklega góð söngkona. Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bakaríið Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Sigríður Thorlacius söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar um feril sinn í tónlistarsenunni hér á landi. Sigríður þykir ein allra besta söngkona landsins. „Ég söng alltaf í kórum og svona en var lítið í því að koma fram ein og tók aldrei þátt í neinum söngvakeppnum,“ segir Sigríður. „Ég var feimið barn og söng bara ein úti í horni. Svo fór ég í söngnám þegar ég var í menntaskóla. Svo flutti ég til Parísar í smástund og ákvað síðan að fara í djass söngnám þegar ég kom til baka. Þetta gerði ég allt bara því mér fannst þetta gaman og ekkert endilega af því að ég ætlaði mér að verða söngkona, þetta var bara áhuga mál.“ Hún segist hafa langað að verða leikkona, blómasali og prestur. „Ég held ég sé ekki beint feimin í dag og maður skólast auðvitað til. Sem barn var ég rosalega hlédræg og það fór ekki mikið fyrir mér. Mér fannst rosalega þægilegt að vera í hóp og þess vegna fannst mér gott að vera í kór. Draumurinn minn var aldrei að standa ein fyrir einhverju og því hefur mér þótt gott að vera í hljómsveit og vinna með öðru fólki.“ Sigríður segist samt sem áður geta staðið ein á sviði í dag og það nokkuð skammarlaust. Hún rifjar upp þegar sveitin Hjaltalín fór á flug og varð snögglega ein vinsælasta sveit landsins. Opnunarmynd RIFF, Þriðji Póllinn, fjallar meðal annars um Högna Egilsson sem er með Sigríði í bandinu Hjaltalín. Högni er með geðhvarfasýki og er það umfjöllunarefni kvikmyndarinnar. „Ef maður getur sagt sem svo þá þekkjum við Högna fyrir og eftir. Við vorum að vinna saman og erum vinir þegar hann var að ganga í gegnum þetta í fyrsta skipti, sína fyrstu maníu. Það var oft alveg rosalega erfitt en líka gefandi og ég er rosalega stolt af honum. Hvernig hann er að vinna í sínum málum finnst mér alveg til fyrirmyndar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bakaríið Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira