Innlent

Fólk dragi ekki of miklar á­lyktanir af fækkun smita

Atli Ísleifsson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir minnti fólk á að draga ekki og miklar ályktanir af fækkun smita innanlands milli daga.

Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14. Alls greindust þrjátíu manns með kórónuveiruna í gær. 28 þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu og svo einn á Vesturlandi og annar á Vestfjörðum.

Sóttvarnalæknir sagði von á upp- eða niðursveiflu í faraldri sem þessum. Hann telji þó ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða en verið hefur hingað til og ánægjulegt að sjá hvernig einstaklingar og fyrirtæki hafa tekið við sér og farið eftir leiðbeiningum. Þannig náum við árangri.

Sagði hann stóran hluta tengjast beint eða óbeint krám og skemmtistöðum sem hafa verið til umræðu. Um helmingur smitaðra virðast hafa smitast á The Irishman við Klapparstíg og Brewdog við Hverfisgötu þótt smitvarnir virðast hafa verið til fyrirmynda á báðum stöðum.

Meðalaldur þeirra sem greinast þessa dagana um 40 ár.

Smituðum einstaklingum hefur fjölgað verulega síðustu daga miðað við þróunina vikurnar þar á undan. Hafa þannig 164 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa.

242 manns eru nú í einangrun, samanborið við 215 í gær. Þá fjölgar þeim mikið sem eru í sóttkví, eru 2.102 í dag en 1.290 í gær.


Tengdar fréttir

Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×