Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2020 18:31 Þórólfur Guðnason segir að um og yfir 100 manns hafi smitast á tveimur skemmtistöðum í miðbæ Reykjavíkur. Meirihluti þeirra hafi greinst með hið svokallaða Frakkaafbrigði veirunnar. Vísir/Vilhelm Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Sjá meira
Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja staða með vínveitingaleyfi í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnalæknis. Langflest tilfellin sem hafa komið upp eru af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með í ágúst. Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Síðustu fimm daga hafa 196 greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid 19. Fram hefur komið að hægt sé að rekja flest smitin til tveggja veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur; Irishman og Brewdog. „Bróðurpartur þessara smita síðustu daga er uppruninn frá þessum tveimur stöðum. Þetta eru sennilega í kringum eitt hundrað manns eða rúmlega það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að þrjú afbrigði veirunnar séu nú í gangi. Afbrigðin sem hafi verið einna mest áberandi séu hin svokallaða Akranesveira og svo Frakkaveira. „Þessi Frakkaveira, sem við getum kannski kallað svo, er yfirgæfandi svolítið núna,“ segir Þórólfur. Hún hafi fundist á þessum skemmtistöðum. Afbrigðið er rakið til tveggja franskra ferðamanna sem greindust hér með veiruna um miðjan ágúst, fóru í einangrun en virðast svo ekki hafa fylgt öllum sóttvarnareglum. „Ég hef upplýsingar um það að erfitt hafi verið að fá þá til að fylgja leiðbeiningum. Meira get ég eiginlega ekki sagt,“ segir Þórólfur. Þeir sem brjóta sóttvarnareglur geta átt yfir höfði sér 50-250 þúsund króna sekt. Ef reglur um einangrun eru brotnar þá er hægt að sekta viðkomandi um 150-500 þúsund krónur eftir alvarleika brotsins. „Það eru sektarákvæði fyrir það að brjóta sóttkví, hvort það eru meiri sektir eða viðurlög við því ef einhver smitast þori ég ekki að segja til um,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21 Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13 Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51 Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28 Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Sjá meira
Vertinn á Brewdog steinhissa á svari Þórólfs Andri Birgisson, framkvæmdastjóri Brewdog Reykjavík á Hverfisgötunni, segist hafa fengið létt fyrir hjartað þegar hann fylgdist með upplýsingafundi Embættis landlæknis og almannavarnadeildar í dag. 21. september 2020 16:21
Allt að 90 með beinar tengingar við Irishman og Brewdog 172 greindust hafa greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag. Af þeim hafa allt að 90 beinar tengingar við barinn Irishman og veitingastaðinn BrewDog í miðborg Reykjavíkur. 20. september 2020 12:13
Þórólfur segir ekki tilefni til hertra aðgerða að svo stöddu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki telja tilefni til hertra sóttvarnaraðgerða að svo stöddu. Það er vegna þess hve mikið færri greindust smitaðir í gær borið saman við þá sem greindust í fyrradag. 20. september 2020 11:51
Þykir ekki ástæða til að nafngreina hina staðina Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli 19. september 2020 22:28
Mjög áhugavert að skoða sameiginlegu snertifletina á djamminu Um þriðjung þeirra smita sem greindust í gær má rekja til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 19. september 2020 16:16