Innlent

Heilsu­gæslan bætir við sýna­töku­tímum

Sylvía Hall skrifar
Fólk sem finnur fyrir einkennum eða hefur verið útsett á að geta fengið tíma hjá heilsugæslunni. 
Fólk sem finnur fyrir einkennum eða hefur verið útsett á að geta fengið tíma hjá heilsugæslunni.  Vísir/Vilhelm

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að bjóða upp á fleiri tíma í sýnatökur vegna þess ástands sem nú er í samfélaginu. Því ættu allir að geta fengið tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu nú fyrir skömmu. Þó er áréttað að enn sé miðað við það að fólk bóki tíma í sýnatöku ef það finnur fyrir einkennum eða hefur verið útsett fyrir kórónuveirusmiti.

Á morgun mun heilsugæslan því hafa möguleika á því að taka tvö þúsund sýni umfram það sem hefur verið til þessa. Hægt er að bóka í gegnum Heilsuveru


Tengdar fréttir

Þrjá­tíu greindust innan­lands

Þrjátíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Helmingur þeirra, það er fimmtán, var ekki í sóttkví við greiningu.

Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast

Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×