Erlent

Bannað að sækja aðra heim í Skot­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Nicola Sturgeon er forsætisráðherra Skotlands.
Nicola Sturgeon er forsætisráðherra Skotlands. EPA

Bann hefur verið lagt við að einstaklingar í Skotlandi heimsæki aðra á heimilum þeirra.

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, greindi í hádeginu frá hertum aðgerðum skoskra stjórnvalda .

Reglur sem þessar hafa þegar verið í gildi í Glasgow og nágrenni þar sem útbreiðslan hefur að undanförnu verið sérstaklega mikil.

Sturgeon segir að reglurnar myndu nú ná til alls Skotlands í tilraun að ná utan um útbreiðsluna áður en veturinn myndi skella á.

Sturgeon sagði jafnframt að Skotar myndu fylgja fordæmi nágrannanna í suðri og skipa veitingastöðum og krám að loka klukkan 22.

Hátt í þrjú hundruð manns hafa að jafnaði smitast á hverjum degi í Skotlandi síðustu daga, samanborið við sjö í júlí.

Sturgeon sagði að sjúkrahúsinnlögnum vegna veirunnar hafi sömuleiðis farið fjölgandi, þar sem sífellt fleiri eldri borgarar greinist nú með smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×