Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. september 2020 09:01 Gunnur Líf Gunnarsdóttir mannauðstjóri Samkaupa. „Við vitum öll sem störfum með fólki og í mannauðsmálum, að það eru alls konar áskoranir sem koma upp á lífsleiðinni sem við oft á tímum höfum ekki stjórn á. Áskoranir sem við eru misvel búin undir og áskoranir sem við getum ekki alltaf leitað til réttra aðila til að aðstoða okkur“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir mannauðstjóri Samkaupa í viðtali um velferðarþjónustu sem fyrirtækið innleiðir nú fyrir sína 1400 starfsmenn um land allt. Að sögn Gunnar höfðu stjórnendur Samkaupa lengi gengið með þá hugmynd í maganum að setja upp velferðarþjónustu fyrir starfsfólk. Meðal annars sem lið í því að gera fyrirtækið að eftirsóttum vinnustað. Það hefur einnig verið okkur stjórnendum ákveðið áhyggjuefni að einn stærsti faraldur sem geisar á okkar tímum, er ekki endilega Covid, heldur í raun og veru einmannaleiki og depurð“ segir Gunnur þó til frekari skýringar á þörfinni. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um velferðarþjónustu fyrir starfsfólk vinnustaða. Í þessari fyrri grein af tveimur er rætt við Gunni Líf Gunnarsdóttur mannauðstjóra Samkaupa um þá velferðarþjónustu sem fyrirtækið er nú að innleiða. Að sögn Gunnar leitaði hún meðal annars til Alcoa eftir góðum ráðum, en Alcoa býður starfsfólki sínu upp á sambærilega velferðarþjónustu. Hjónabandsráðgjöf, fjármál og fleira Athygli vekur að þær þjónustur sem eru í boði sem liður í velferðarþjónustunni eru af ýmsum toga og oft ekki eitthvað sem fólki dettur fyrst í hug þegar talað er um velferð og heilsu starfsfólks. Sem dæmi má nefna hjónabands- og fjölskylduráðgjöf, ráðgjöf í fjármálum eða lögfræðiþjónusta. „Ég veit að hér áður fyrr var mikið talað um skýr skil milli vinnu og einkalífs, að hvor tveggja á ekki að skarast. Þú setur á og tekur af þennan vinnuhatt“ segir Gunnur og bætir við „Hins vegar er raunveruleikinn sá að við erum alltaf bara ein manneskja sem er að ganga í gegnum ýmsa hluti í okkar lífi. Ég held að flestir hafi upplifað það að ganga í gegnum eitthvað í sínu persónulega lífi og að það hafi ósjálfrátt áhrif á vinnuna, því þar erum við oft meirihluta dagsins og orkan okkar er bara ein og sú sama.“ Að hennar sögn byggja þjónustuþættirnir á þessari hugsun og þá segir hún einnig að í sumum tilvikum stytti það biðtíma fyrir starfsfólk að komast að hjá fagaðilum þegar þjónustan er sótt í gegnum stórfyrirtæki eins og Samkaup. „En í gegnum okkur sem stórfyrirtæki, getur starfsfólkið okkar fengið tíma með stuttum fyrirvara og mál fara í algjöran forgang fyrir fólkið okkar“ segir Gunnur. Þá segir hún mikilvægt að átta sig á að allir einstaklingar ganga í gegnum alls kyns áskoranir í lífinu sem erfitt er að takast á við utan vinnu. „Hvað gerum við ef nákominn deyr og við þurfum aðstoð lögfræðings við erfðamál eða aðstoð sálfræðings í sorgarferlinu? Eða erum að skilja og viljum aðstoð lögfræðings við það eða fjölskylduráðgjafa við að finna hvað hentar best?“ spyr Gunnur en allt eru þetta þjónustuþættir sem velferðarþjónusta fyrirtækisins nær til. Innifalið í velferðarþjónustunni eru þrjár til sex klukkustundir af sérfræðiþjónustu og þar sem verslanir Samkaupa eru 62 um land allt, er landsbyggðinni tryggð fullt aðgengi að þjónustunni með samstarfi við Heilsuvernd, en þeir eru með verktaka um land allt og senda einnig aðila á staðina ef þess þarf. Þá segir Gunnur einnig hægt að sækja eftir þjónustu í gegnum fjarbúnað. Þörfin augljósari í kjölfar Covid Að sögn Gunnar er hugmyndin sú að veita starfsfólki stuðning, aðstoð eða úrræði eftir því sem við á. Ávinningurinn felist í því að starfsfólkinu líði betur enda engra hagur þegar starfsfólk líður illa vegna þess að það hefur ekki tækifæri til að fá viðeigandi aðstoð. „Það sem gaf okkur svo enn sterkari hvatningu með að setja fullan kraft í þetta, var þegar Covid skall á og við settum út aðgerðarpakkann okkar til starfsfólks sem meðal annars innihélt einn tíma í andlega upplyftingu hjá sálfræðingi. Þá fundum við hve mikilvægt og vel þessu var tekið af starfsfólkinu okkar. Að við skyldum hvetja fólk til að fara til fagaðila og gera það hluta af okkar stefnu fyrir alla, jók ánægju fólks. Við uppskerum mikið þakklæti starfsfólks og þannig þróaðist okkar hugmynd áfram í þá velferðarþjónustu sem við bjóðum upp á í dag“ segir Gunnur. Þegar verið var að velja þá þjónustuþætti sem velferðarþjónustan nær til var horft til þeirra þátta sem starfsfólk hefur oftast beðið um að fá aðstoð við en eru mál ótengd vinnunni. Þar segir Gunnur ekkert endanlegt og því verði þjónustuþættir endurskoðaðir og þeir jafnvel útvíkkaðir ef þörf verður talin á því síðar meir. Þakklætið besti mælikvarðinn Að sögn Gunnar felst hagur fyrirtækisins á því að starfsfólki líði sem best og því sé tryggt aðstoð eins fljótt og unnt er ef þörf er á. Þannig skili betri heilsa og líðan sér alltaf aftur til vinnustaðarins og í raun samfélagsins alls. Það þarf ekki nema það að einn starfsmaður sendi mér þakklætiskveðju og nýti þjónustuna að það sýnir árangur“ segir Gunnur sem dæmi um besta mælikvarðann á árangurinn. Að hennar sögn hefur þetta þakklæti verið sýnt af starfsfólki oftar en einu sinni frá því að velferðarþjónustan var kynnt og hún sett af stað. Gunnur segir einnig mikilvægt að fjölmennur vinnustaður eins og Samkaup viðurkenni þá staðreynd að allt fólk þarf stundum á aðstoð að halda. „Ég myndi einnig segja að viðkenning Samkaupa á því að öll getum við lagt meira að mörkum, við sem fyrirtæki í átt að betra samfélagi þar sem fólki líður vel og svo viðurkenning á því að á einhverjum tímapunkti þurfum við á velferðarþjónustunni að halda“ segir Gunnur. Þá segir Gunnur fyrirtækið hafa lagt áherslu á það við innleiðingu velferðarþjónustunnar að hún er í boði fyrir allt starfsfólk, óháð starfshlutfalli. „Það sem við höfum lagt áherslu á til okkar starfsmanna við innleiðinguna er að nýta sér þjónustuna, að það sé ekki tengt starfshlutfalli, heldur er fyrir alla okkar starfsmenn, þegar þeir þurfa á því að halda.“ Stjórnun Heilsa Góðu ráðin Vinnustaðurinn Verslun Tengdar fréttir Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Að eiga vin í vinnunni getur virkað sem hvatning til þess að vinna meira eða hraðar. Einmanaleiki í vinnu er mjög algengur. 10. júlí 2020 10:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við vitum öll sem störfum með fólki og í mannauðsmálum, að það eru alls konar áskoranir sem koma upp á lífsleiðinni sem við oft á tímum höfum ekki stjórn á. Áskoranir sem við eru misvel búin undir og áskoranir sem við getum ekki alltaf leitað til réttra aðila til að aðstoða okkur“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir mannauðstjóri Samkaupa í viðtali um velferðarþjónustu sem fyrirtækið innleiðir nú fyrir sína 1400 starfsmenn um land allt. Að sögn Gunnar höfðu stjórnendur Samkaupa lengi gengið með þá hugmynd í maganum að setja upp velferðarþjónustu fyrir starfsfólk. Meðal annars sem lið í því að gera fyrirtækið að eftirsóttum vinnustað. Það hefur einnig verið okkur stjórnendum ákveðið áhyggjuefni að einn stærsti faraldur sem geisar á okkar tímum, er ekki endilega Covid, heldur í raun og veru einmannaleiki og depurð“ segir Gunnur þó til frekari skýringar á þörfinni. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um velferðarþjónustu fyrir starfsfólk vinnustaða. Í þessari fyrri grein af tveimur er rætt við Gunni Líf Gunnarsdóttur mannauðstjóra Samkaupa um þá velferðarþjónustu sem fyrirtækið er nú að innleiða. Að sögn Gunnar leitaði hún meðal annars til Alcoa eftir góðum ráðum, en Alcoa býður starfsfólki sínu upp á sambærilega velferðarþjónustu. Hjónabandsráðgjöf, fjármál og fleira Athygli vekur að þær þjónustur sem eru í boði sem liður í velferðarþjónustunni eru af ýmsum toga og oft ekki eitthvað sem fólki dettur fyrst í hug þegar talað er um velferð og heilsu starfsfólks. Sem dæmi má nefna hjónabands- og fjölskylduráðgjöf, ráðgjöf í fjármálum eða lögfræðiþjónusta. „Ég veit að hér áður fyrr var mikið talað um skýr skil milli vinnu og einkalífs, að hvor tveggja á ekki að skarast. Þú setur á og tekur af þennan vinnuhatt“ segir Gunnur og bætir við „Hins vegar er raunveruleikinn sá að við erum alltaf bara ein manneskja sem er að ganga í gegnum ýmsa hluti í okkar lífi. Ég held að flestir hafi upplifað það að ganga í gegnum eitthvað í sínu persónulega lífi og að það hafi ósjálfrátt áhrif á vinnuna, því þar erum við oft meirihluta dagsins og orkan okkar er bara ein og sú sama.“ Að hennar sögn byggja þjónustuþættirnir á þessari hugsun og þá segir hún einnig að í sumum tilvikum stytti það biðtíma fyrir starfsfólk að komast að hjá fagaðilum þegar þjónustan er sótt í gegnum stórfyrirtæki eins og Samkaup. „En í gegnum okkur sem stórfyrirtæki, getur starfsfólkið okkar fengið tíma með stuttum fyrirvara og mál fara í algjöran forgang fyrir fólkið okkar“ segir Gunnur. Þá segir hún mikilvægt að átta sig á að allir einstaklingar ganga í gegnum alls kyns áskoranir í lífinu sem erfitt er að takast á við utan vinnu. „Hvað gerum við ef nákominn deyr og við þurfum aðstoð lögfræðings við erfðamál eða aðstoð sálfræðings í sorgarferlinu? Eða erum að skilja og viljum aðstoð lögfræðings við það eða fjölskylduráðgjafa við að finna hvað hentar best?“ spyr Gunnur en allt eru þetta þjónustuþættir sem velferðarþjónusta fyrirtækisins nær til. Innifalið í velferðarþjónustunni eru þrjár til sex klukkustundir af sérfræðiþjónustu og þar sem verslanir Samkaupa eru 62 um land allt, er landsbyggðinni tryggð fullt aðgengi að þjónustunni með samstarfi við Heilsuvernd, en þeir eru með verktaka um land allt og senda einnig aðila á staðina ef þess þarf. Þá segir Gunnur einnig hægt að sækja eftir þjónustu í gegnum fjarbúnað. Þörfin augljósari í kjölfar Covid Að sögn Gunnar er hugmyndin sú að veita starfsfólki stuðning, aðstoð eða úrræði eftir því sem við á. Ávinningurinn felist í því að starfsfólkinu líði betur enda engra hagur þegar starfsfólk líður illa vegna þess að það hefur ekki tækifæri til að fá viðeigandi aðstoð. „Það sem gaf okkur svo enn sterkari hvatningu með að setja fullan kraft í þetta, var þegar Covid skall á og við settum út aðgerðarpakkann okkar til starfsfólks sem meðal annars innihélt einn tíma í andlega upplyftingu hjá sálfræðingi. Þá fundum við hve mikilvægt og vel þessu var tekið af starfsfólkinu okkar. Að við skyldum hvetja fólk til að fara til fagaðila og gera það hluta af okkar stefnu fyrir alla, jók ánægju fólks. Við uppskerum mikið þakklæti starfsfólks og þannig þróaðist okkar hugmynd áfram í þá velferðarþjónustu sem við bjóðum upp á í dag“ segir Gunnur. Þegar verið var að velja þá þjónustuþætti sem velferðarþjónustan nær til var horft til þeirra þátta sem starfsfólk hefur oftast beðið um að fá aðstoð við en eru mál ótengd vinnunni. Þar segir Gunnur ekkert endanlegt og því verði þjónustuþættir endurskoðaðir og þeir jafnvel útvíkkaðir ef þörf verður talin á því síðar meir. Þakklætið besti mælikvarðinn Að sögn Gunnar felst hagur fyrirtækisins á því að starfsfólki líði sem best og því sé tryggt aðstoð eins fljótt og unnt er ef þörf er á. Þannig skili betri heilsa og líðan sér alltaf aftur til vinnustaðarins og í raun samfélagsins alls. Það þarf ekki nema það að einn starfsmaður sendi mér þakklætiskveðju og nýti þjónustuna að það sýnir árangur“ segir Gunnur sem dæmi um besta mælikvarðann á árangurinn. Að hennar sögn hefur þetta þakklæti verið sýnt af starfsfólki oftar en einu sinni frá því að velferðarþjónustan var kynnt og hún sett af stað. Gunnur segir einnig mikilvægt að fjölmennur vinnustaður eins og Samkaup viðurkenni þá staðreynd að allt fólk þarf stundum á aðstoð að halda. „Ég myndi einnig segja að viðkenning Samkaupa á því að öll getum við lagt meira að mörkum, við sem fyrirtæki í átt að betra samfélagi þar sem fólki líður vel og svo viðurkenning á því að á einhverjum tímapunkti þurfum við á velferðarþjónustunni að halda“ segir Gunnur. Þá segir Gunnur fyrirtækið hafa lagt áherslu á það við innleiðingu velferðarþjónustunnar að hún er í boði fyrir allt starfsfólk, óháð starfshlutfalli. „Það sem við höfum lagt áherslu á til okkar starfsmanna við innleiðinguna er að nýta sér þjónustuna, að það sé ekki tengt starfshlutfalli, heldur er fyrir alla okkar starfsmenn, þegar þeir þurfa á því að halda.“
Stjórnun Heilsa Góðu ráðin Vinnustaðurinn Verslun Tengdar fréttir Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35 Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00 Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Að eiga vin í vinnunni getur virkað sem hvatning til þess að vinna meira eða hraðar. Einmanaleiki í vinnu er mjög algengur. 10. júlí 2020 10:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Ný fræðslumyndbönd fyrir vinnumarkaðinn frumsýnd í dag og sjá má hér. 9. september 2020 11:35
Aukið sjálfstraust í starfi: Þrjú góð ráð Að auka sjálfstraustið í starfi felur það oft í sér að fólk þarf að láta af einföldum atriðum sem það hefur ómeðvitað vanið sig á. 11. ágúst 2020 13:00
Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Að eiga vin í vinnunni getur virkað sem hvatning til þess að vinna meira eða hraðar. Einmanaleiki í vinnu er mjög algengur. 10. júlí 2020 10:00
„Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00