„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 21:52 Beðið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/Vilhelm Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07
Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40