Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 23:30 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. Mikið blóð hafi verið í íbúðinni. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla sem ákærður er fyrir að hafa skotið hann til bana, var ekki handtekinn fyrr en fimm og hálfum klukkutíma eftir að fyrst var tilkynnt um málið. Réttarhöld í máli Gunnars Jóhanns héldu áfram í Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø í morgun. Fram hefur komið að Gunnar Jóhann var reiður bróður sínum Gísla sem hafði tekið upp samband við barnsmóður Gunnars Jóhanns. Gunnar Jóhann segir skot hafa hlaupið úr haglabyssu fyrir slysni sem hafi banað Gísla. Norski staðarmiðillinn iFinnmark fylgist grannt með gangi mála í dómsal. Einar Ingilæ yfirlögregluþjónn kom fyrstur á vettvang morðsins ásamt þremur samstarfsmönnum sínum. Ingilæ lýsti því sem fyrir augu bar fyrir dómi í dag. Dyrnar að íbúð Gísla hafi verið opnar og lögreglumennirnir hafi séð móta fyrir manni, Gísla, liggjandi á ganginum inni í íbúðinni. Ingilæ lýsti því að gangurinn hafi verið útataður í blóði. Ekkert lífsmark hafi verið með manninum en sjúkraflutningamenn hafi þó reynt endurlífgun. Ingilæ sagði að eftir á að hyggja hefði hann átt að segja sjúkraflutningamönnunum að hætta. Augljóst hefði verið að Gísli væri látinn; magn blóðsins á gólfinu hefði gefið það skýrt til kynna. Lögreglumönnunum hefði jafnframt fljótt orðið ljóst að líklega væri um manndráp að ræða. Þeir hafi fljótt orðið sér úti um upplýsingar um Gunnar, sem hafði verið úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart bróður sínum tíu dögum fyrr. Gunnar var ekki í íbúð sinni þegar lögreglu bar þar að garði síðar. Lögregla fékk loks ábendingu um að Gunnar, ásamt íslenskum vini sínum, væri staddur í húsi í Gamvik, smábæ í grennd við Mehamn. Lögregla hafi farið að húsinu og mennirnir komið til móts við lögreglumenn án vandkvæða. „Hinn grunaði segir að honum þyki fyrir þessu og að hann hafi skotið bróður sinn. Hann segir svo að vopnið sem hann notaði hafi verið skilið eftir í íbúðinni í Mehamn,“ sagði Ingilæ fyrir dómi. Gunnar var að endingu handtekinn. Aðgerðum lögreglu lauk þannig um fimm og hálfri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23 „Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39 Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Tók biblíu, haglabyssu og Captain Morgan með sér heim til Gísla Gunnar Jóhann Gunnarsson segist einungis hafa ætlað sér að hræða hálfbróður sinn nóttina sem hann hélt heim til hans, vopnaður haglabyssu og skaut hann að lokum til bana. 22. september 2020 09:23
„Annar okkar mun ekki lifa af“ Lögreglan í Finnmörk var hvorki talin hafa gert alvarleg mistök né hafa brotið gegn skyldu sinni til þess að afstýra refsiverðu broti í aðdraganda þess að Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn til bana í smábænum Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. 21. september 2020 08:39
Réttarhöld hefjast yfir Gunnari Jóhanni Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir 37 ára gömlum íslenskum manni, Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra. 21. september 2020 07:30