Kanna ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2020 12:20 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri reiknar með að nú fari að renna upp tími endurskipulagningar fyrirtækja hjá bönkunum. Stöð 2/Sigurjón Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“ Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á nýafstöðnu hlutafjárútboði Icelandair Group og ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við það. Könnunin nær meðal annars til þeirra hagsmunaaðila sem skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna, það er verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti þetta á fundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun þar sem verið var að kynna útgáfu rits Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem kom út í dag. Sagði Ásgeir að lítið væri hægt að segja um áðurnefnda könnun, annað en það að hún væri farin af stað og að Fjármálaeftirlitið hafi, eftir atvikum, kallað eftir gögnum frá sjóðunum. Bætti Ásgeir þó því við að hann gæti ekki gefið upplýsingar um einstaka sjóði, og bað fréttamenn vinsamlegast um að spyrja ekki nánar út í þann tiltekna þátt. Hætta á að eitthvað annað en hagsmunir sjóðsfélaga ráði för Sagði hann að Fjármáleftirlitið teldi að útboðið sem slíkt og framvinda þess gæfi tilefni til umhugsunar um fyrirkomulag við ákvarðanatöku þegar kæmi að einstökum fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Vísaði hann til þess að þessar áhyggjur Fjármáleftirlitsins væru ekki nýtilkomnar en síðastliðið sumar sendi eftirlitið dreifibréf til lífeyrissjóða varðandi umboð stjórnarmanna, til þess að tryggja að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða verði ekki skert. „Þetta bréf hefur verið ítrekað núna,“ sagði Ásgeir. „Að sjóðirnir endurskoði samþykktir sínar til að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna.“ Beðinn um að skýra orð sín nánar sagði Ásgeir að hann ætti við að eðlilegt væri að stjórnir ákveddu almenna fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna, en ættu ekki endilega að vera með puttanna í einstökum fjárfestingum. „Staðan er þannig núna að við erum með stjórnir lífeyrissjóða sem eru skipaðar af hagsmunaaðilum sem eru að taka ákvarðanir um fjárfestingu, sem að mínu viti ættu að vera teknar annars staðar, en af þessum aðilumm“ sagði Ásgeir. „Þegar kemur að einstökum fjárfestingakostum er ákveðin hætta fyrir því að aðrir hagsmunir en hagsmunir sjóðsfélaga fái að ráða.“
Seðlabankinn Icelandair Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54