Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 12:39 Sex flokkar í bæjarstjórn Akureyrar mynduðu nýja samstjórn flokkanna í bæjarstjórn í gær til að glíma sameiginlega við þann vanda sem blasir við bænum vegna kórónufaraldursins. Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk. Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Akureyrarbær verður af hundruðum milljóna framlögum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á þessu ári vegna tekjufalls bæjarins en framlögin miðast meðal annars við útsvarstekjur bæjarfélaga. Milljarða halli verður á rekstri Akureyrarbæjar á þessu ári að óbreyttu. Tekjur sveitarfélaganna hafa dregist mikið saman á fyrri hluta ársins og búist við að staða þeirri versni enn á síðari hlutanum. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins í nýrri samstjórn allra flokka íbæjarstjórn Akureyrar segir stefna í verulegan halla á rekstri bæjarins á þessu ári. Útlit sé fyrir halla upp á allt að 3,5 milljarða á aðalsjóði og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarins. Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins segir samstjórn flokkanna ætlað að taka eins manneskjulega og hægt sé á því að fækka starfsmönnum bæjarins.Mynd/Akureyrarbær „Og það er staða sem er gersamlega óviðunandi. Veltufé frá rekstri stefnir í að verða ekki neitt. Þetta stafar fyrst og fremst af kostnaðaraukum vegna meðal annars launahækkana og tekjufalls. Jöfnunarsjóður hefur þarna töluvert að segja því við erum að fá úr honum vegna málefna fatlaðra og fleiri þátta,“segir Gunnar. Bærinn geti ekki komið sér undan því að bregðast mjög ákveðið við þessari stöðu. Þannig segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna sex sem mynduðu samstjórn í bæjarstjórn Akureyrar í gær að hægja verði á eða fresta ýmsum ólögboðnum verkefnum bæjarins til næstu fimm ára sem þýði fækkun starfa hjá bænum. „Við erum að vinna í því og greina það hvernig við getum gert þetta á eins manneskjulegan hátt og hægt er. Það stendur ekki til að fara í einhverjar drastískar aðgerðir en við munum klárlega á næstu árum fara í hægar en markvissar aðgerðir,“segir Gunnar. Framlög til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækka vegna þess að þau séu hlutfall af útsvarstekjum svitarfélaga með ákveðnu hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Hjá Akureyrarbæ skiptir lækkun framlaga úr sjóðnum hundruðum milljóna að sögn Gunnars. Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar segir markmiðið flokkanna að koma rekstri bæjarins í sjálfbært horf á næstu fimm árum. „En við erum blessunarlega ekki mjög skuldugt sveitarfélag. Þannig að við getum alveg tekið á okkur högg. Við teljum hins vegar að það sé ekki eftir neinu að bíða og við þurfum að snúa rekstrinum við,“ segir Halla Björk.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21 Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27 Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri ætla að lækka launin sín Bæjarfulltrúar sameinaðs meirihluta allara flokka í bæjarstjórn Akureyrar segja nauðsynlegt að ná fram mikilli hagræðingu í rekstri bæjarins. Þá þurfi að endurskoða öll verkefni sem ekki séu lögbundin. 22. september 2020 19:21
Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Nýr meirihluti allra flokka var myndaður í bæjarstjórn Akureyrar í dag. Forseti bæjarstjórnar segir nauðsynlegt að allir komi að erfiðum og mikilvægum ákvörðunum til framtíðar. 22. september 2020 12:27
Kynna breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Hofi klukkan 12 í dag þar sem kynna á breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn. 22. september 2020 09:42