Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2020 17:00 Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Landbúnaður Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar