„Þetta gæti endað með ósköpum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2020 20:00 Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann fyrsta janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt í fréttum okkar að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Forsendunefnd lífskjarasamningsins sem skipuð er þremur frá ASÍ og þremur frá SA fundaði um samninginn í dag en nefndin þarf að skila niðurstöðu fyrir næstu mánaðarmót. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir brýnt að bregðast við. „Efnahagslegu forsendurnar fyrir áframhaldandi kjarabata fyrir launþega eru foknar út í veður og vind. En samningsaðilar verða að ákveða hvernig á að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort það komi til álita að frysta tilvonandi launahækkanir segir Bjarni. „Það kemur mögulega til álita að fresta launahækkunum.“ segir hann. Formaður VR útilokar að slíkt verði samþykkt „Það er algjört glapræði að gera það. Við hefðum átt að læra af bankahruninu þegar bæði launahækkunum var frestað og gengið var harkalega að kjörum fólks. Þau mistök verða ekki endurtekin. Nú hefur matarkarfan rokið upp í verði og okkur veitir ekkert af þessum hækkunum og munum verja þær með kjafti og klóm,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar segir að búast megi við miklum átökum á vinnumarkaði verði samningurinn ekki virtur. „Ef að það verður farið gegn þessum samningi verður því svarað af hörku sem hefur ekki sést áður. Það er stemning innan hreyfingarinnar að verja lífskjarasamninginn og koma í veg fyrir að hér fari vinnumarkaðurinn á hliðina ofan í allt sem er á undan er gengið. Það væri hægt að pakka saman ef við fáum verkföll og átak á vinnumarkaði ofan á Covid ástandið svo hér verði jafnvel alkul á markaði,“ segir Ragnar. Ragnar þór segir að stjórnvöld hafi ennþá ekki uppfyllt skilyrði í lífskjarasamningnum um afnám á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þá eigi eftir að ná niðurstöðu um hvenær grundvöllur verðtryggingar verði án húsnæðisliðar. „Við höfum þurft að toga nánast allt út með töngum til að fá stjórnvöld til að standa við gefin loforð og ennþá á eftir að ganga frá þessum loforðum,“ segir Ragnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að síðastnefnda málið sé afgreitt. „Eftir þessi síðustu óformlegu samtöl hef ég ekki væntingar um að þetta mál verði klárað,“ segir Bjarni. „Það er einkennilegt að ríkisstjórn sem kennir sig við stöðugleika skuli bera ábyrgð á því að samningum sem verði mögulega sagt upp vegna forsendubrests sem þau bera mögulega ábyrgð á. Það er mín tilfinning að þetta gæti endað með ósköpum og það verður þá á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann fyrsta janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt í fréttum okkar að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Forsendunefnd lífskjarasamningsins sem skipuð er þremur frá ASÍ og þremur frá SA fundaði um samninginn í dag en nefndin þarf að skila niðurstöðu fyrir næstu mánaðarmót. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir brýnt að bregðast við. „Efnahagslegu forsendurnar fyrir áframhaldandi kjarabata fyrir launþega eru foknar út í veður og vind. En samningsaðilar verða að ákveða hvernig á að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður um hvort það komi til álita að frysta tilvonandi launahækkanir segir Bjarni. „Það kemur mögulega til álita að fresta launahækkunum.“ segir hann. Formaður VR útilokar að slíkt verði samþykkt „Það er algjört glapræði að gera það. Við hefðum átt að læra af bankahruninu þegar bæði launahækkunum var frestað og gengið var harkalega að kjörum fólks. Þau mistök verða ekki endurtekin. Nú hefur matarkarfan rokið upp í verði og okkur veitir ekkert af þessum hækkunum og munum verja þær með kjafti og klóm,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Ragnar segir að búast megi við miklum átökum á vinnumarkaði verði samningurinn ekki virtur. „Ef að það verður farið gegn þessum samningi verður því svarað af hörku sem hefur ekki sést áður. Það er stemning innan hreyfingarinnar að verja lífskjarasamninginn og koma í veg fyrir að hér fari vinnumarkaðurinn á hliðina ofan í allt sem er á undan er gengið. Það væri hægt að pakka saman ef við fáum verkföll og átak á vinnumarkaði ofan á Covid ástandið svo hér verði jafnvel alkul á markaði,“ segir Ragnar. Ragnar þór segir að stjórnvöld hafi ennþá ekki uppfyllt skilyrði í lífskjarasamningnum um afnám á 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Þá eigi eftir að ná niðurstöðu um hvenær grundvöllur verðtryggingar verði án húsnæðisliðar. „Við höfum þurft að toga nánast allt út með töngum til að fá stjórnvöld til að standa við gefin loforð og ennþá á eftir að ganga frá þessum loforðum,“ segir Ragnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að síðastnefnda málið sé afgreitt. „Eftir þessi síðustu óformlegu samtöl hef ég ekki væntingar um að þetta mál verði klárað,“ segir Bjarni. „Það er einkennilegt að ríkisstjórn sem kennir sig við stöðugleika skuli bera ábyrgð á því að samningum sem verði mögulega sagt upp vegna forsendubrests sem þau bera mögulega ábyrgð á. Það er mín tilfinning að þetta gæti endað með ósköpum og það verður þá á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ segir Ragnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30