Innlent

Um­burðar­lyndi Ís­lendinga gagn­vart inn­flytj­endum eykst

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íslendingar eru nú næstumburðarlyndasta þjóð í heimi þegar kemur að innflytjendum.
Íslendingar eru nú næstumburðarlyndasta þjóð í heimi þegar kemur að innflytjendum. Vísir/Vilhelm

Umburðarlyndi Íslendinga gagnvart innflytjendum hefur aukist á undanförnum þremur árum, samkvæmt nýrri heimskönnun Gallup sem Fréttablaðið greinir frá í morgun.

Þó falla Íslendingar af toppnum frá því síðasta könnun var gerð árið 2016 og eru nú næstumburðarlyndasta þjóð í heimi, þegar kemur að innflytjendum, samkvæmt könnuninni. Kanadamenn verma nú efsta sætið.

Almennt fer umburðarlyndi gagnvart innflytjendum dvínandi á heimsvísu þó þróunin virðist vera önnur hér á landi.

Á meðal meðal efstu þjóða þegar kemur að slíku umburðarlyndi eru Bandaríkin, Svíþjóð, Írland, Ástralía og Búrkína Fasó. Norður-Makedóníumenn eru hins vegar á botninum ásamt Ungverjum, Serbum, Taílendingum og Tyrkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×