Segir að launahækkanir verði aldrei snertar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2020 08:58 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“ Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að þær launahækkanir sem framundan eru í tengslum við Lífskjarasamninginn eigi að standa, ekki verði hróflað við þeim. Þetta segir hún í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tilefnið er umræða um það hvort að hægt sé að standa við launahækkanir sem samið var um. Samkvæmt lífskjarasamningnum eiga taxtalaun að hækka um 24.000 krónur þann 1. janúar 2021 og föst laun um tæpar sextán þúsund krónur. og aftur þann 1. janúar 2022. Framkvæmdastjóri SA hefur sagt að engin innistæða sé fyrir þessum launahækkunum og fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þær muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Fjármálaráðherra segir einnig að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir hins vegar að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. Segir að samningurinn veiti verka- og láglaunafólki von Sólveig virðist skipa sér í lið með Ragnari Þór en í greininni í Morgunblaðinu segir hún að krónutöluhækkanir í samningum Eflingar hafi bætt kjör þeirra launalægri meira en hinna tekjulægri. Þá segir hún að í kjölfar þeirrar efnahagslægðar sem fylgt hefur kórónuveirunni sé nauðsynlegt að auka hlut láglaunafólks í heildartekjum. „Allir sem til þekkja, jafnvel íhaldssamir hagfræðingar, eru sammála um að leiðin út úr núverandi kreppu er í gegnum kaupmátt almennings sem viðheldur innlendri eftirspurn. Láglaunafólk er mun líklegra en aðrir til að verja viðbótarkrónum sínum í lífsnauðsynlegar vörur og þjónustu í nærhagkerfinu, fremur en lúxusferðir, sparnað eða fitun aflandsreikninga í fjarlægum löndum. Þess vegna er það góð og skynsöm hagfræði að veita láglaunafólki viðbótarkrónur til að spila úr.“ Þá segir hún að það hafi verið fulltrúar atvinnurekenda sem hafi óskað eftir því að gerður yrði langur kjarasamningur. „Þeim varð að ósk sinni. Langur samningstími kemur til góða í núverandi ástandi. Samningurinn veitir heimilum verka- og láglaunafólks von í erfiðum aðstæðum og hagkerfinu öllu dýrmæta örvun. Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar.“
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00 „Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19 Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Þetta gæti endað með ósköpum“ Fjármálaráðherra segir efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður. 23. september 2020 20:00
„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. 23. september 2020 08:19
Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. 8. september 2020 18:30