Innlent

Fjórtán í sektarmeðferð vegna brota á sóttvarnarreglum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Rekstraraðilum er skylt samkvæmt sóttvarnarreglum að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem deila ekki heimili.
Rekstraraðilum er skylt samkvæmt sóttvarnarreglum að hafa 2 metra á milli einstaklinga sem deila ekki heimili. Vísir/Vilhelm

Mál fjórtán einstaklinga og fyrirtækja hafa farið í sektarmeðferð vegna brota á sóttvarnarreglum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. 

Ekki er búið að ljúka öllum málunum. 

Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra er hægt að sekta fólk um allt að 250 þúsund krónur fyrir brot á sóttkví og allt að 500 þúsund krónur fyrir brot á einangrun. 

Þá er hægt að sekta fyrir brot á reglum um fjöldatakmörkun, fyrir brot á skyldu til að tryggja að hægt sé að hafa tvo metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili, brot á reglum um notkun andlistgrímu og um lokun samkomustaða.


Tengdar fréttir

Brutu sóttvarnareglur og nú hafa yfir 100 smitast

Af þeim þrjátíu sem greindust með veiruna í gær voru fimmtán ekki í sóttkví. Þá má rekja um helming smitanna til skemmistaða. Alls eru 242 í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. 2102 eru í sóttkví. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×