UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið að leyfa fimm skiptingar það sem eftir lifir leiktíðar í keppnum á vegum sambandsins.
Þetta þýðir að íslenska karlalandsliðið mun til að mynda geta skipt fimm varamönnum inn á í leiknum við Rúmeníu í EM-umspilinu 8. október, og kvennalandsliðið sömuleiðis í leiknum við Svíþjóð 27. október. Hið sama gildir í öðrum leikjum landsliðanna í vetur.
Reglan um fimm varamenn nær til Þjóðadeildarinnar, EM-umspils og undankeppni EM, sem og Meistaradeildar karla og kvenna og Evrópudeildarinnar, á þessari leiktíð. Vanalega má hvert lið gera þrjár skiptingar í fótbolta en UEFA ákvað að fjölga þeim tímabundið vegna aukins álags á leikmenn vegna kórónuveirufaraldursins.
Hver leikmannahópur má vera skipaður 23 leikmönnum.
NEWS: Up to five substitutions will be allowed for all matches played in the #NationsLeague, European Qualifiers play-offs, Women s EURO Qualifiers, the #UCL, the #UEL and the #UWCL, for the remainder of the season.
— UEFA (@UEFA) September 24, 2020
The number of players allowed on the match sheet = 23 pic.twitter.com/2VMSUHOI1x