Gústi Gylfa: Við gefumst aldrei upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2020 20:21 Ágúst Gylfason mátti vera stoltur af frammistöðu leikmanna sinna í dag. Vísir/Vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu er fyrirliði þeirra, Sigurvin Reynisson, fékk umdeilt rautt spjald. Grótta komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli. Liðið náði ekki að halda út og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var eðlilega ánægður með frammistöðu leikmanna sinna er Grótta gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara KR á útivelli. Grótta var manni færri frá 38. mínútu er fyrirliði þeirra, Sigurvin Reynisson, fékk umdeilt rautt spjald. Grótta komst samt sem áður yfir í Frostaskjóli. Liðið náði ekki að halda út og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. „Frammistaðan var góð og þetta var hetjuleg barátta hjá okkur. Að spila einum færri gegn KR á útivelli er erfitt en það er möguleiki eins og við sýndum. Það var hetjuleg barátta í liðinu okkar, náðum að skora eitt mark og 1-1 er nokkuð ásættanleg frammistaða að mínu mati,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, að leik loknum. „Ætli þeim hafi ekki verið kalt, þeir voru lengi að dæma. Fljúgandi tveggja fóta tækling á minn mann og rautt spjald. Ég sá það allavega ekki, fannst þeir báðir fara í boltann og báðir voru að tækla,“ sagði Ágúst um rauða spjaldið sem fyrirliði Gróttu fékk í fyrri hálfleik. „Hann dæmir þetta á endanum sem mark. Eftir það hófst hetjuleg barátta okkar að verja mark okkar en náðum ekki að verja það þegar KR-ingar skoruðu úr vel útfærðri sókn. En eins og ég segi, ásættanleg úrslit fyrir okkur miðað við stöðuna í deildinni og allt,“ sagði Ágúst um mark Gróttu þar sem aðstoðardómarinn virtist ætla að dæma það af. „Það gengur mjög vel. Það er ótrúlegur metnaður í þessum leikmönnum, þeir gefa sig alla í verkefnið. Auðvitað er skemmtilegra og einfaldara að vinna fótboltaleiki en það er ekki að ganga upp hjá okkur þessa dagana. Erum ekki að fá mikið af stigum eins og taflan sýnir en við erum mjög brattir, brosmildir, auðmjúkir og ánægðir að vera hér. Það er enn þá möguleiki fyrir okkur, við erum ekkert að gefast upp, við gefumst aldrei upp. Við spilum við KR í lokaleik og vonandi verður það úrslitaleikur fyrir okkur, það yrði frábært,“ sagði Ágúst að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Grótta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira