Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF hefst í dag. Í ár eru sýndar 110 kvikmyndir á hátíðinni frá næstum 50 löndum. Setningarathöfnin fór fram í Háskólabíó í kvöld þar sem opnunarmyndin Þriðji Póllinn var frumsýnd.

Hátíðin er nú haldin í 17. sinn og stendur yfir til 4. október. Í ár verða sýndar alls 110 kvikmyndir, bæði leiknar og heimildamyndir auk fjölda stuttmynda og koma myndirnar frá alls 47 löndum.
„Þriðji póllinn er draumkennd heimildamynd um ferðalag sem ég fór í ásamt konu sem heitir Anna Tara. Við fórum til Nepal þar sem við stóðum fyrir samfélagslegri vakningu fyrir geðheilbrigði og notuðum söngva og fíla til þess að lita frásögnina lífi og ævintýri. Þetta er fantasísk stúdía um hugann og mannssálina,“ sagði Högni Egilsson, sem er önnur aðalpersóna Þriðja Pólsins, í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hér fyrir neðan er hægt að fletta myndasafni frá opnun RIFF.