Eftirlifandi sprengjuárásarinnar í Brussel fær ekki alþjóðlega vernd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2020 23:29 Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að íslenska ríkinu bæri ekki að veita manninum alþjóðlega vernd hér á landi. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Í öllum þremur umsóknum komust stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til efnismeðferðar heldur skyldi vísa honum úr landinu og endursenda til Belgíu þar sem hann hafði þegar lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudaginn var en fram kemur í dómsúrskurðinum að maðurinn hafi lýst því að honum hafi upphaflega verið hent út af heimili foreldra sinna þegar hann var barn og hafi eftir það búið á götum Indlands. Hryðjuverkaárásin á flugvöllinn í Brussel fletti ofan af kynhneigð mannsins Hann hafi árið 2014 yfirgefið heimaland sitt og dvalist meðal annars í Belgíu, Króatíu og Póllandi síðan þá. Þegar maðurinn bjó í Belgíu stundaði hann þar verkfræðinám í kaþólskum skóla. Hann hafi hins vegar orðið fyrir sprengjuárás hryðjuverkamanna á flugvellinum í Brussel þann 22. mars 2016 þegar hann var á leið til Svíþjóðar með kærastanum sínum. Hann lýsir því að hann hafi slasast illa, misst tennur og hlotið innvortis meiðsli en atvikið hafi flett ofan af sambandi hans og kærasta hans og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir ofsóknum, niðurlægingu og áreiti af hálfu fjölskyldu kærasta síns. Þegar upp hafi komist um kynhneigð hans hafi hann einnig orðið fyrir áreiti á stúdentagörðunum þar sem hann bjó og hafi þetta haft gríðarleg áhrif á hann andlega og hann hefi síðan verið greindur með áfallastreituröskun. Maðurinn kom fyrst hingað til lands haustið 2017 og vann hann sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn og lauk námskeiði í íslensku hjá Dósaverksmiðjunni. Hann var svo endursendur til Belgíu í september 2018 en hann segist hafa verið skilinn eftir á flugvellinum án farmiðans og því ekki getað sótt farangur sinn. Hann hafi neyðst til að gista í almenningsgarði í Brussel þar sem honum hafi verið nauðgað. Það sé annað meiriháttar áfallið sem hann hafi orðið fyrir í Belgíu. Hefur sótt þrisvar um alþjóðlega vernd hér á landi Hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd á Íslandi þann 12. september 2017 en þann 8. desember sama ár komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að umsókn hans yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar og hann skyldi endursendur til Belgíu. Þann 10. apríl 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar og var maðurinn fluttur til Belgíu þann 4. september 2018. Maðurinn sótti aftur um alþjóðlega vernd hér á landi þann 13. september 2018 og tók Útlendingastofnun ákvörðun þann 5. nóvember um að umsókn hans um alþjóðlega vernd yrði ekki tekin til efnismeðferðar. 12. desember 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun og var hann fluttur til Belgíu þann 14. febrúar 2019. Maðurinn lagði fram þriðju umsóknina um alþjóðlega vernd hér á landi þann 18. febrúar 2019 og er það meðferð stjórnvalda á þeirri umsókn sem dómur héraðsdóms fjallar um. Við nánari athugun kom í ljós að fingraför mannsins voru í gagnagrunni Eurodac og höfðu verið skráð í grunninn af yfirvöldum í Belgíu. Íslensk yfirvöld sendu þann 4. mars sama ár beiðni um viðtöku mannsins og umsóknar hans um alþjóðlega vernd beint til yfirvalda í Belgíu. Belgísk yfirvöld samþykktu níu dögum síðar að taka við manninum á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum manns sem kært hafði niðurstöðu stjórnvalda um þriðju umsókn hans um alþjóðlega vernd hér á landi. Í öllum þremur umsóknum komust stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að mál hans yrði ekki tekið til efnismeðferðar heldur skyldi vísa honum úr landinu og endursenda til Belgíu þar sem hann hafði þegar lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu á mánudaginn var en fram kemur í dómsúrskurðinum að maðurinn hafi lýst því að honum hafi upphaflega verið hent út af heimili foreldra sinna þegar hann var barn og hafi eftir það búið á götum Indlands. Hryðjuverkaárásin á flugvöllinn í Brussel fletti ofan af kynhneigð mannsins Hann hafi árið 2014 yfirgefið heimaland sitt og dvalist meðal annars í Belgíu, Króatíu og Póllandi síðan þá. Þegar maðurinn bjó í Belgíu stundaði hann þar verkfræðinám í kaþólskum skóla. Hann hafi hins vegar orðið fyrir sprengjuárás hryðjuverkamanna á flugvellinum í Brussel þann 22. mars 2016 þegar hann var á leið til Svíþjóðar með kærastanum sínum. Hann lýsir því að hann hafi slasast illa, misst tennur og hlotið innvortis meiðsli en atvikið hafi flett ofan af sambandi hans og kærasta hans og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir ofsóknum, niðurlægingu og áreiti af hálfu fjölskyldu kærasta síns. Þegar upp hafi komist um kynhneigð hans hafi hann einnig orðið fyrir áreiti á stúdentagörðunum þar sem hann bjó og hafi þetta haft gríðarleg áhrif á hann andlega og hann hefi síðan verið greindur með áfallastreituröskun. Maðurinn kom fyrst hingað til lands haustið 2017 og vann hann sjálfboðavinnu fyrir Rauða krossinn og lauk námskeiði í íslensku hjá Dósaverksmiðjunni. Hann var svo endursendur til Belgíu í september 2018 en hann segist hafa verið skilinn eftir á flugvellinum án farmiðans og því ekki getað sótt farangur sinn. Hann hafi neyðst til að gista í almenningsgarði í Brussel þar sem honum hafi verið nauðgað. Það sé annað meiriháttar áfallið sem hann hafi orðið fyrir í Belgíu. Hefur sótt þrisvar um alþjóðlega vernd hér á landi Hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd á Íslandi þann 12. september 2017 en þann 8. desember sama ár komst Útlendingastofnun að þeirri niðurstöðu að umsókn hans yrði ekki tekin til efnislegrar meðferðar og hann skyldi endursendur til Belgíu. Þann 10. apríl 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála niðurstöðu Útlendingastofnunar og var maðurinn fluttur til Belgíu þann 4. september 2018. Maðurinn sótti aftur um alþjóðlega vernd hér á landi þann 13. september 2018 og tók Útlendingastofnun ákvörðun þann 5. nóvember um að umsókn hans um alþjóðlega vernd yrði ekki tekin til efnismeðferðar. 12. desember 2018 staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun og var hann fluttur til Belgíu þann 14. febrúar 2019. Maðurinn lagði fram þriðju umsóknina um alþjóðlega vernd hér á landi þann 18. febrúar 2019 og er það meðferð stjórnvalda á þeirri umsókn sem dómur héraðsdóms fjallar um. Við nánari athugun kom í ljós að fingraför mannsins voru í gagnagrunni Eurodac og höfðu verið skráð í grunninn af yfirvöldum í Belgíu. Íslensk yfirvöld sendu þann 4. mars sama ár beiðni um viðtöku mannsins og umsóknar hans um alþjóðlega vernd beint til yfirvalda í Belgíu. Belgísk yfirvöld samþykktu níu dögum síðar að taka við manninum á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira