Erlent

Skaut lög­reglu­mann til bana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregluþjónar standa vörð fyrir utan lögreglustöðina í morgun.
Lögregluþjónar standa vörð fyrir utan lögreglustöðina í morgun. Vísir/getty

Lögreglumaður var skotinn til bana á lögreglustöð í Croydon-hverfinu í Lundúnum í morgun. Grunaður glæpamaður dró fram skotvopn þegar verið var að leita á honum á lögreglustöðinni og skaut lögregluþjóninn í brjóstið, að því er segir í frétt BBC.

Maðurinn skaut síðan sjálfan sig. Lögreglumaðurinn andaðist á spítala en árásarmaðurinn er á gjörgæslu.

Lögregla greip ekki til neinna vopna á stöðinni í morgun, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Lundúnum. Cressida Dick lögreglustjóri segir andlát lögreglumannsins gríðarlegt áfall, bæði fyrir samstarfsmenn hans og fjölskyldu.

Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt samkvæmt nýjustu upplýsingum um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×