Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2020 09:56 Málið verður til meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands eftir helgi þar sem ákærðu koma fyrir dóminn. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira