Sósíalískir femínistar standa með trans konum Sósíalískir femínistar skrifar 25. september 2020 15:00 Undanfarin ár hefur hópum og einstaklingum sem hafa það að markmiði að niðurlægja hinsegin fólk um allan heim vaxið ásmegin. Hatur og fáfræði þessa fólks hefur í vaxandi mæli beinst að trans konum. Þessar hatursraddir reyna hvað þær geta að ná fótfestu bæði innan og utan Evrópu. Í flestum tilfellum er ofbeldið réttlætt með rakalausum trúarþvættingi. Fordómafemínistar eða TERFS, hafa markvisst útilokað trans konur frá femínískri baráttu á grundvelli fáfræði og hugmyndafræði sem sótt er í öfgahægrið, trúarvingl og til úreltra hugmynda femínistans Germaine Greer. Einnig hafa hópar sem kenna sig við skammstöfunina LGB-teymið (Lesbíur, Hommar og Tvíkynhneigðir, eins og þau kalla sig á Íslandi), staðið fyrir fáheyrðu ofbeldi og niðurlægingarherferðum á hendur trans konum erlendis. Í þessum hópi virðist trans fóbískt gagnkynhneigt cis fólk ráða ferð. Þegar litið er til Íslands er það sama uppá teningnum og áróður þessara afla gegn trans konum virðist eiga greiða leið að fjölda fólks og blandast oft saman við kynþáttafordóma, kvenhatur, hinseginfóbíu, rasisma, fötlunar- og fitufordóma svo dæmi séu tekin. Hatur og fordómar gegn hinsegin fólki hefur alltaf verið til staðar á Íslandi en segja má að ný bylgja hafi farið af stað hérlendis með fordómafullum hávaða Gillzeneggers og hefur síðan skotið upp kollinum í ýmsum myndum það sem af er þessari öld. Eftir því sem trans konur og mannréttindabarátta þeirra hefur orðið sýnilegri hefur hatursorðræða í þeirra garð vaxið hraðar en illgresi í blómagarði. Skemmst er að minnast fordómahrinu Miðflokksins á Klausturbar þar sem fólkið opinberaði þekkingarleysi sitt og fordóma, tilraun SDG til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði lagt fyrir Alþingi og upphafning hans á fordómum J.K. Rowling í garð transkvenna. Í nýlegu viðtali við Þröst Jónsson, oddvita Miðflokksins á Austurlandi, í Kjarnanum talaði hann fjálglega um að karlar í flokknum færu bara í “kynskiptaaðgerð” til að jafna kynjahalla í framboði flokksins. Allt ber þetta að sama brunni fáfræði, trans skömmunar og aulafyndni á kostnað minnihlutahóps sem á undir högg að sækja. Nú hefur rapparinn Erpur Eyvindarson opinberað sig sem TERF með vídeóþætti sem hann dreifði í kringum hinsegin daga í ágúst s.l. og kallast Flórgoðinn. Í þessum þætti sparar Erpur trans konum ekki fordómana og upphafningu á fáfræði þar sem hann innritar sig í orðræðuhefð fordómagengisins þannig að ekki er hægt annað en að bregðast við.Í þessu myndbandi hikar hann ekki við að nota orðið „kynskiptingur“ um trans konur en það orð hefur afar niðrandi merkingu í heimi trans fólks. Hafði hann í frammi klúra og ógeðslega tilburði þar sem hann þóttist vera að snerta á sér ímynduð brjóst með vísun í einhverja „kynskiptinga“ vini sína og hélt á meðan uppi dólgslegu og niðrandi tali um trans konur. Hann bætir svo um betur með að karlkenna þær ofan á allt hitt. Það er sama hvort hatursorðræðan kemur frá lærðum sálfræðingi, skemmtikröftum, stjórnmálafólki, nettröllum eða LGB-teyminu sem nú rembist eins og rjúpan við staurinn að niðurlægja trans konur, intersex- og kynsegin fólk. Þessum fordómum þarf að mæta og kveða niður. Barátta trans kvenna er mannréttindabarátta og við sem tilheyrum jaðarsettum hópum í samfélaginu vitum þetta betur en margur sem sí-endurtekur setninguna „Það er ekkert stríð nema stéttastríð!“. Samt er yfirlýsingin notuð gegn okkur, til að gaslýsa upplifanir okkar af jaðarsetningu og þagga niður í okkur þegar við bendum á og köllum fólk til ábyrgðar fyrir orð sín og gjörðir. Fólk í jaðarsettum hópum leitar gjarnan í hópa þar sem upplifanir þess af jaðarsetningu fá hljómgrunn. Þar er fólk sem skilur að samfélagið er gegnsýrt af fordómum og fáfræði. Í þessum fjölbreyttu hópum er hægt að berjast gegn kúgun, og gagnrýna hatursorðræðuna hverju sinni og fá stuðning til að berjast gegn fordómum. Innan þessara hópa er fólk sem glímir við fátækt. Fólk sem er í stéttarbaráttu, jafnvel innan sinna hagsmunahópa, þar sem fólk í efnahagslegri og félagslegri forréttindastöðu stýrir jafnvel allri orðræðu og tekur lítið tillit til þeirra sem hafa ekki sömu forréttindi. Þess vegna er það ófrávíkjanleg krafa að stéttarbaráttan sé rými allra þessara hópa til að taka þátt. Trans konur og allt hinsegin fólk eru systkini okkar í stéttarbaráttunni og öll orðræða sem niðurlægir þau og jaðarsetur verður fordæmd. -Sósíalískir femínistar mótmæla kúgun og smættun trans kvenna! Ynda EldborgMargrét Pétursdóttir Laufey Líndal ÓlafsdóttirElísabet Einarsdóttir Rán ReynisdóttirMaría Pétursdóttir Arna Þórdís ÁrnadóttirÁsbjörn Kristinsson Andri Örn ErlingssonBirna Eik Benediktsdóttir Katrín BaldursdóttirJóna Guðbjörg Torfadóttir Armando Garcia TeixeiraIngibjörg Ingvarsdóttir Erna HlínOrmur Guðjóns Tóta GuðjónsGabríel Skarphéðinsson Maggi ÓmarsKristbjörg Eva Andersen Ramos Hrútur TeitsMaría Gunnlaugsdóttir Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir ÂûElín Eddudóttir Elsa Björk HarðardóttirSigurlaug Lára Daníel Örn ArnarsonÁsa Lind Finnbogadóttir Mía AlexaÞóra Kristín Þórsdóttir Fjóla HeiðdalSigurlaug Lára Steinunn Lilja HeiðarsdóttirDavid Husby Eydís Rán Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur hópum og einstaklingum sem hafa það að markmiði að niðurlægja hinsegin fólk um allan heim vaxið ásmegin. Hatur og fáfræði þessa fólks hefur í vaxandi mæli beinst að trans konum. Þessar hatursraddir reyna hvað þær geta að ná fótfestu bæði innan og utan Evrópu. Í flestum tilfellum er ofbeldið réttlætt með rakalausum trúarþvættingi. Fordómafemínistar eða TERFS, hafa markvisst útilokað trans konur frá femínískri baráttu á grundvelli fáfræði og hugmyndafræði sem sótt er í öfgahægrið, trúarvingl og til úreltra hugmynda femínistans Germaine Greer. Einnig hafa hópar sem kenna sig við skammstöfunina LGB-teymið (Lesbíur, Hommar og Tvíkynhneigðir, eins og þau kalla sig á Íslandi), staðið fyrir fáheyrðu ofbeldi og niðurlægingarherferðum á hendur trans konum erlendis. Í þessum hópi virðist trans fóbískt gagnkynhneigt cis fólk ráða ferð. Þegar litið er til Íslands er það sama uppá teningnum og áróður þessara afla gegn trans konum virðist eiga greiða leið að fjölda fólks og blandast oft saman við kynþáttafordóma, kvenhatur, hinseginfóbíu, rasisma, fötlunar- og fitufordóma svo dæmi séu tekin. Hatur og fordómar gegn hinsegin fólki hefur alltaf verið til staðar á Íslandi en segja má að ný bylgja hafi farið af stað hérlendis með fordómafullum hávaða Gillzeneggers og hefur síðan skotið upp kollinum í ýmsum myndum það sem af er þessari öld. Eftir því sem trans konur og mannréttindabarátta þeirra hefur orðið sýnilegri hefur hatursorðræða í þeirra garð vaxið hraðar en illgresi í blómagarði. Skemmst er að minnast fordómahrinu Miðflokksins á Klausturbar þar sem fólkið opinberaði þekkingarleysi sitt og fordóma, tilraun SDG til að koma í veg fyrir að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði lagt fyrir Alþingi og upphafning hans á fordómum J.K. Rowling í garð transkvenna. Í nýlegu viðtali við Þröst Jónsson, oddvita Miðflokksins á Austurlandi, í Kjarnanum talaði hann fjálglega um að karlar í flokknum færu bara í “kynskiptaaðgerð” til að jafna kynjahalla í framboði flokksins. Allt ber þetta að sama brunni fáfræði, trans skömmunar og aulafyndni á kostnað minnihlutahóps sem á undir högg að sækja. Nú hefur rapparinn Erpur Eyvindarson opinberað sig sem TERF með vídeóþætti sem hann dreifði í kringum hinsegin daga í ágúst s.l. og kallast Flórgoðinn. Í þessum þætti sparar Erpur trans konum ekki fordómana og upphafningu á fáfræði þar sem hann innritar sig í orðræðuhefð fordómagengisins þannig að ekki er hægt annað en að bregðast við.Í þessu myndbandi hikar hann ekki við að nota orðið „kynskiptingur“ um trans konur en það orð hefur afar niðrandi merkingu í heimi trans fólks. Hafði hann í frammi klúra og ógeðslega tilburði þar sem hann þóttist vera að snerta á sér ímynduð brjóst með vísun í einhverja „kynskiptinga“ vini sína og hélt á meðan uppi dólgslegu og niðrandi tali um trans konur. Hann bætir svo um betur með að karlkenna þær ofan á allt hitt. Það er sama hvort hatursorðræðan kemur frá lærðum sálfræðingi, skemmtikröftum, stjórnmálafólki, nettröllum eða LGB-teyminu sem nú rembist eins og rjúpan við staurinn að niðurlægja trans konur, intersex- og kynsegin fólk. Þessum fordómum þarf að mæta og kveða niður. Barátta trans kvenna er mannréttindabarátta og við sem tilheyrum jaðarsettum hópum í samfélaginu vitum þetta betur en margur sem sí-endurtekur setninguna „Það er ekkert stríð nema stéttastríð!“. Samt er yfirlýsingin notuð gegn okkur, til að gaslýsa upplifanir okkar af jaðarsetningu og þagga niður í okkur þegar við bendum á og köllum fólk til ábyrgðar fyrir orð sín og gjörðir. Fólk í jaðarsettum hópum leitar gjarnan í hópa þar sem upplifanir þess af jaðarsetningu fá hljómgrunn. Þar er fólk sem skilur að samfélagið er gegnsýrt af fordómum og fáfræði. Í þessum fjölbreyttu hópum er hægt að berjast gegn kúgun, og gagnrýna hatursorðræðuna hverju sinni og fá stuðning til að berjast gegn fordómum. Innan þessara hópa er fólk sem glímir við fátækt. Fólk sem er í stéttarbaráttu, jafnvel innan sinna hagsmunahópa, þar sem fólk í efnahagslegri og félagslegri forréttindastöðu stýrir jafnvel allri orðræðu og tekur lítið tillit til þeirra sem hafa ekki sömu forréttindi. Þess vegna er það ófrávíkjanleg krafa að stéttarbaráttan sé rými allra þessara hópa til að taka þátt. Trans konur og allt hinsegin fólk eru systkini okkar í stéttarbaráttunni og öll orðræða sem niðurlægir þau og jaðarsetur verður fordæmd. -Sósíalískir femínistar mótmæla kúgun og smættun trans kvenna! Ynda EldborgMargrét Pétursdóttir Laufey Líndal ÓlafsdóttirElísabet Einarsdóttir Rán ReynisdóttirMaría Pétursdóttir Arna Þórdís ÁrnadóttirÁsbjörn Kristinsson Andri Örn ErlingssonBirna Eik Benediktsdóttir Katrín BaldursdóttirJóna Guðbjörg Torfadóttir Armando Garcia TeixeiraIngibjörg Ingvarsdóttir Erna HlínOrmur Guðjóns Tóta GuðjónsGabríel Skarphéðinsson Maggi ÓmarsKristbjörg Eva Andersen Ramos Hrútur TeitsMaría Gunnlaugsdóttir Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir ÂûElín Eddudóttir Elsa Björk HarðardóttirSigurlaug Lára Daníel Örn ArnarsonÁsa Lind Finnbogadóttir Mía AlexaÞóra Kristín Þórsdóttir Fjóla HeiðdalSigurlaug Lára Steinunn Lilja HeiðarsdóttirDavid Husby Eydís Rán
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun