Dagmóðir sýknuð af sérstaklega hættulegri líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 17:35 Konan var í dag sýknuð í Landsrétti en ekki taldist nægilega sannað að hún hafi beitt stúlkuna ofbeldi með þeim hætti sem ákæruvaldið tilgreindi. Vísir/Vilhelm Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni. Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Dagmóðir var í dag sýknuð af sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hún var ákærð fyrir að hafa beitt 20 mánaða gamla stúlku ofbeldi sem var í umsjá hennar og dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars 2018. Konan var ákærð fyrir að hafa veist gegn 20 mánaða gamalli stúlku sem hún gætti heima hjá sér í Mosfellsbæ. Atvikið varð 17. október 2016. Konan hafði átta ára reynslu af starfi dagmóður en umræddan dag gætti hún fjögurra ungra barna á heimili sínu. Enginn annar var á heimilinu á þessum tíma. Dagmóðirin tilkynnti til lögreglu að barnið hefði fallið úr barnastól niður á gólf og var barnið flutt með sjúkrabíl á Bráðamóttöku barna við Hringbraut. Hún kvaðst ekki hafa séð þegar barnið datt úr stólnum en réttarmeinafræðingur, sem lögregla leitaði til við rannsókn málsins, fullyrti að ekki væri hægt að útskýra áverka á barninu, aðallega marbletti, með þeim hætti að barnið hafi fallið úr stólnum. Dómkvaddur réttarmeinafræðingur tók undir það auk læknisins sem tók á móti barninu á spítala eftir atvikið. Konan neitaði sök í málinu en héraðsdómur taldi sannað að hún hafi gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjalla sérstaklega um hættulega líkamsárás. Þá dæmdir héraðsdómur hana einnig fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gegn barni. Í dómi Landsréttar segir að yfirmatsmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til á þann hátt sem ákærða hefur útskýrt fyrir lögreglu og dómi. Þá væri ekki hægt að útiloka að áverkarnir hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Auk þess tók matsmaðurinn fram að ekki væri hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur höfðu sérfræðingar sem komu fyrir dóminn greint frá því að þeir teldu að áverkar á barninu samræmdust því að hún hefði verið beitt einhvers konar ofbeldi en að áverkar á andlitinu gætu til að mynda verið eftir löðrunga eða högg með sveigjanlegum hlut. Þá væru áverkar á hálsi eftir sveigjanlegan hlut, svo sem ól, belti eða tog eftir fatnað sem hertur hafi verið að hálsinum. Matsmaðurinn sem kom fyrir Landsrétt sagði hins vegar að ýmislegt í rannsókn lögreglu hafi verið ábótavant, sem geri það að verkum að örðugra sé en ella að draga ályktanir um hvað olli áverkum barnsins. Við sviðsetningu atburðarins hjá lögreglu hafi barnastólum ekki verið raðað eins upp og við atburðinn, ekki hafi verið athugað hvort á einhvern hátt væri hægt að smeygja ólinni í stólnum að hálsi eða yfir höfuð gínunnar sem notuð var og svo framvegis. Því verði ekki talið að sannað hafi verið yfir skynsamlegan vafa að dagmóðirin hafi beitt stúlkuna ofbeldi á þann hátt sem ákæruvaldið tilgreindi. Því verði hún sýknuð af ákærunni.
Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira