Greiða atkvæði um frjálsa för innan Evrópu í Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:45 Plaköt til stuðnings tillögunni um að Sviss hætti frjálsri för fólks innan ESB. Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um þá tillögu og fleiri á morgun. AP/Peter Schneider/Keystone Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar. Sviss Evrópusambandið Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Svisslendingar greiða atkvæði um hvort þeir vilja afnema frjálsa för fólks til og frá Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Stuðningsmenn þess vilja herða enn takmarkanir á innflytjendur en andstæðingar varar við því að afleiðingarnar gætu orðið verri en útganga Bretlands úr Evrópusambandinu. Sviss stendur utan Evrópusambandsins en nýtur aðgangs að innri markaði þess. Í staðinn gekkst Sviss undir grundvallarstefnu sambandsins um frjálsa för fólks á milli landa innan þess og tekur þátt í Schengen-landamærasamstarfinu. Tillaga Svissneska þjóðarflokksins (SVP) er að Sviss hætti að leyfa frjálsa för fólks yfir landamærin. Með því geti stjórnvöld haft meiri stjórn á landamærunum og hverjir fá að setjast að í landinu. Stuðningsmenn gera lítið úr hættunni á að Sviss tapi fríverslunarsamningum við ESB. Thomas Aeschi frá SVP segir þannig að það eina sem sé líklegt til að breytast sé að „Svisslendingar borði minna af frönskum osti og Frakkar borði minna af svissneskum osti“. Andstæðingar tillögunnar óttast að verði hún samþykkt eigi Sviss eftir að lenda í djúpri efnahagskreppu. Hundruð þúsunda Svisslendinga misstu jafnframt frelsi til þess að búa og starfa í Evrópu. Evrópusambandslönd eru langstærstu viðskiptalönd Sviss. Ríkisstjórnin hvetur landsmenn til þess að hafna tillögunni. Karin Keller-Suter, dómsmálaráðherra, varar við því að segi Svisslendingar skilið við frjálsa för innan Evrópu hafi það verri afleiðingar í för með sér en Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti tillögu SVP um að setja kvóta á fjölda innflytjenda frá Evrópusambandslöndum árið 2014. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að allt að 60% kjósenda séu andsnúnir tillögunni um að ganga enn lengra í að takmarka fjölda Evrópubúa í landinu, 35% styðji hana og aðrir séu óákveðnir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Sviss Evrópusambandið Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira