Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2020 14:36 Mynd sem armenska varnarmálaráðuneytið sendi út sem á að sýna aserskan skriðdreka verða fyrir sprengikúlu við Nagorno-Karabakh. AP/armenska varnarmálaráðuneytið Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu. Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí. Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákakusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 en alþjóðsamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því. Héraðið er um fimmtíu kílómetrum frá landamærum Aserbaídsjan að Armeníu. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvert tilefni átakanna í morgun voru. Herir ríkjanna tveggja beittu loft- og stórskotaliðsárásum. Aserar kenna Armenum um upphafið og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem var skotið frá Armeníu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Armensk yfirvöld fullyrða að kona og barn hafi fallið í sprengikúluregni Asera og að armenski herinn hafi skotið niður tvær aserskar herþyrlur og þrjá skriðreka. Því hafna stjórnvöld í Aserbaídsjan sem halda því fram að mannfall hafi orðið í her landsins. Ilham Aliyev, forseti Aserbaídsjan, sagði í sjónvarpsávarpi að mannfall hafi verið bæði á meðal hersins og óbreyttra borgarar í sprengjuárásum Armena. Fullyrti hann að herinn hefði grandað mörgum hernaðareiningum andstæðingsins. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er sagður í sambandi við bæði ríki til að fá þau til að slíðra vopnin og hefja viðræður. Bæði Armenía og Aserbaídsjan voru hluti af Sovétríkjunum sálugu.
Armenía Aserbaídsjan Hernaður Nagorno-Karabakh Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira