Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2020 15:38 Zhenhua Data Information er með höfuðstöðvar í borginni Shenzen í Kína. Daniel Berehulak/Getty Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt. Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga,“ eins og það er orðað á vef Washington Post. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar eru með aðgang að gagnagrunninum. Fyrirtækið hafnar meintum tengslum við kínversk stjórnvöld. Ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið, Zhenhua Data Information, eða samstarfsaðilar þess geta eða ætla að gera við upplýsingarnar sem er að finna í gagnagrunninum. Í grein Guardian er sagt frá því að fyrirtækið kunni að hafa tengsl við herinn og leyniþjónustustofnanir í Kína. Í skoðanagrein á vef Washington Post eftir Anne-Marie Brady, sem er sérfræðingur um málefni Kína við Canterbury-háskóla á Nýja-Sjálandi, kemur fram hversu marga Íslendinga er að finna í gögnum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir um hvað Íslendinga er að ræða. Þá er einnig greint frá því að 163 Færeyinga sé að finna í gagnagrunninum og 73 Grænlendinga. Því er þá velt upp hvort þetta geti stafað af áhuga kínverskra stjórnvalda á Norðurslóðum. Í samtali við Guardian hafnar talsmaður fyrirtækisins meintum tengslum þess við stjórnvöld í Kína eða opinberar stofnanir þar í landi. Eins hafnaði hann því að fyrirtækið stæði í söfnun gagna um notendur samfélagsmiðla. Gagnagrunnurinn flókinn og háþróaður Upphaflega var greint frá gagnagrunninum síðastliðinn mánudag, þegar honum var lekið til bandarísks fræðimanns að nefni Christopher Balding. Hann hafði áður búið í Shenzhen í Kína, þar sem Zhenhua Data Information á höfuðstöðvar. Hann er hins vegar fluttur aftur til heimalands síns, þar sem hann óttaðist um öryggi sitt í Kína. Balding deildi gagnagrunninum síðan með öryggisráðgjafafyrirtækinu Internet 2.0 til greiningar, áður en honum var lekið til nokkurra fréttamiðla á mánudag. Sjálfur hefur Balding sagt magn þeirra gagna sem grunnurinn hafi að geyma vera „yfirþyrmandi.“ Gagnagrunnurinn sækti gögn í fjölmargar mismunandi heimildir, væri tæknilega flókinn og flokkaði gögn á háþróaðan hátt.
Kína Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira