Of ungur til að vera kosinn maður leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2020 14:31 Anssumane Fati fagnar öðru marka sinna fyrir Barcelona í gær. Getty/ Pedro Salado Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni. Spænski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Gengið var framhjá hinum sautján ára gamla Ansu Fati þegar var valinn maður leiksins í fyrsta deildarleik Barcelona undir stjórn Ronald Koeman en það var ekki fótboltaástæður sem voru að baki þeirri ákvörðun. Ansu Fati átti stórleik með Barcelona í gær þegar liðið lék sinn fyrsta keppnisleik undir stjórn Hollendingsins Ronald Koeman. Það var búið að ganga mikið á hjá Barcelona eftir að Ronald Koeman tók við og hann hefur hreinsað til af hörku. Barcelona tókst hins vegar að þvinga Lionel Messi til að spila lokatímabilið á samningi sínum. Lionel Messi var í framlínu Barcelona í gær við hlið Ansu Fati og fyrir aftan þá voru síðan þeir Philippe Coutinho og Antoine Griezmann. Það var hins vegar hinn sautján ára gamli Ansu Fati sem stal sviðsljósinu af hinum stórstjörnum liðsins. Ansu Fati skoraði tvö fyrstu mörk leiksins og fiskaði síðan vítaspyrnu sem Lionel Messi skoraði úr. Allt gerði strákurinn þetta á fyrstu 35 mínútum leiksins og það voru fáir í vafa um að hann væri maður leiksins. Svo fór þó ekki. Fati deserved the award after his stunning 2-goal display, but he was the only player who actually couldn't win it. Instead, Jordi Alba was handed the award. https://t.co/S103bZTgxs— SPORTbible (@sportbible) September 28, 2020 Ansu Fati hefur verið duglegur að slá alls konar aldursmet á síðustu mánuðum og þar á meðal hjá spænska landsliðinu. Hann hefur allt til þess að bera til að verða stórstjarna en hann bara ekki ennþá nógu gamall til að fá verðlaun sem maður leiksins hjá Börsungum. Verðlaunin fyrir mann leiksins í gær fóru til bakvarðarins Jordi Alba en ekki til Ansu Fati. Twitter síðan Spanish Football News segir ástæðuna hafa verið aldur leikmannsins. Ansu verður ekki átján ára fyrr en í lok október og er ekki nógu gamall til að drekka áfengi. Styrktaraðili verðlaunanna er nefnilega bjórframleiðandinn Budweiser og þar er krafa um að maður leiksins geti haldið upp á verðlaunin með því að fá sér sopa. Miðað við byrjunina á tímabilinu þá fær Ansu Fati örugglega fleiri tækifæri til að vinna þessi verðlaun þegar hann er búinn að halda upp á átján ára afmælið. Liðsfélagar hans hjá Barcelona vilja líka passa upp á strákinn. Sergio Busquets talaði um það eftir leik að blaðamenn og aðrir yrðu að passa sig að láta ekki of mikið með hann en um leið viðurkenndi Busquets að þarna sé mikið hæfileikabúnt á ferðinni.
Spænski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira